Rusl á víðavangi í miðbænum og tunnur yfirfullar

Umhverfisvitund | 12. ágúst 2023

Rusl á víðavangi og tunnur yfirfullar

Mikill erill var í miðbæ Reykjavikur í dag vegna Gleðigöngu Hinsegin daga. Svo mikill var mannskapurinn að ruslatunnur bæjarins reyndust ekki ráða við sorp sem manngrúinn skildi eftir sig.

Rusl á víðavangi og tunnur yfirfullar

Umhverfisvitund | 12. ágúst 2023

Margar ruslatunnur í miðbænum eru yfirfullar eftir mannfjöldann sem mætti …
Margar ruslatunnur í miðbænum eru yfirfullar eftir mannfjöldann sem mætti í gleðigönguna. mbl.is/Óttar

Mikill erill var í miðbæ Reykjavikur í dag vegna Gleðigöngu Hinsegin daga. Svo mikill var mannskapurinn að ruslatunnur bæjarins reyndust ekki ráða við sorp sem manngrúinn skildi eftir sig.

Mikill erill var í miðbæ Reykjavikur í dag vegna Gleðigöngu Hinsegin daga. Svo mikill var mannskapurinn að ruslatunnur bæjarins reyndust ekki ráða við sorp sem manngrúinn skildi eftir sig.

Þess vegna eru margar ruslatunnur yfirfullar og fólk hefur því gripið til þess ráðs að skilja sorp eftir á víðavangi þar sem ekki er pláss fyrir það í tunnunum.

Margir virðast hafa gripið til þeirra ráða að skilja rusl …
Margir virðast hafa gripið til þeirra ráða að skilja rusl eftir á víðavangi, þar sem ruslatunnur eru yfirfullar. mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar

Umræða um rusl á víðavangi hefur verið ofarlega á baugi í Reykjavík að undanförnu en innleiðing nýs sorphirðukerfis hefur gengið brösuglega fyrir sig hjá Reykjavíkurborg.

mbl.is