„Eina vitið að setja niður djúpgáma við fjölbýli“

Sorphirða | 4. ágúst 2023

„Eina vitið að setja niður djúpgáma við fjölbýli“

„Eina vitið til þess að redda þessu endanlega er að setja niður djúpgáma,“ segir Vilberg Ágústsson, formaður húsfélags í blokkarkjarna í Hrafnhólum í Breiðholti.

„Eina vitið að setja niður djúpgáma við fjölbýli“

Sorphirða | 4. ágúst 2023

Ruslatunnurnar á stæðinu eru 35 talsins og þjóna 46 íbúum.
Ruslatunnurnar á stæðinu eru 35 talsins og þjóna 46 íbúum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eina vitið til þess að redda þessu endanlega er að setja niður djúpgáma,“ segir Vilberg Ágústsson, formaður húsfélags í blokkarkjarna í Hrafnhólum í Breiðholti.

„Eina vitið til þess að redda þessu endanlega er að setja niður djúpgáma,“ segir Vilberg Ágústsson, formaður húsfélags í blokkarkjarna í Hrafnhólum í Breiðholti.

Innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi, í samræmi við ný lög um hringrásarhagkerfi, er vel á veg komin. Lögin kveða á um að íbúum sé skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili og því nauðsynlegt samhliða að fjölga sorptunnum við hvert heimili.

Markmiðið var þó að fjölga tunnum eins lítið og hægt væri og leitast við að koma þeim fyrir í þeim rýmum sem þegar voru fyrir hendi.

„Það hlýtur að vera mjög víða í blokkum núna, svona til að byrja með, að það þurfi að koma þessu út fyrir,“ segir Vilberg. Hingað til hefur sorpinu verið hent niður í ruslageymsluna í gegnum sorplúgur, segir hann og bætir við að nú þurfi hins vegar að loka lúgunum, enda þurfi að flokka allt.

„Þar með þurfa allir að fara niður tröppur í ruslageymsluna, en þessar tröppur eru ekki boðlegar fyrir fullorðið fólk,“ segir Vilberg. Því þurfti að grípa til þess ráðs að koma tunnunum fyrir fyrir utan blokkarkjarnann. Þar sem um er að ræða 35 ruslatunnur, fyrir 46 íbúðir, var ekki hægt að koma þeim fyrir hvar sem var.

Tunnunum hefur því verið komið fyrir á bílastæði við endann á blokkinni og þær bundnar saman til bráðabirgða. Þá er stefnan að smíða utan um þær ruslaskýli til þess að þær fjúki ekki í vetur.

Þótt Vilberg sé ánægður með að málið hafi verið leyst með þessum hætti, þá segir hann „eina vitið að redda þessu endanlega með því að setja niður djúpgáma“. Það er þó kostnaðarsöm lausn og ekki ljóst hvort það sé þá borgarinnar eða íbúanna sjálfra að greiða fyrir losun á þeim.

mbl.is