Heimilissorp slæðist í fatasöfnunargáma

Umhverfisvitund | 14. ágúst 2023

Heimilissorp slæðist í fatasöfnunargáma

Borið hefur á því að illa sé gengið um grenndargáma að undanförnu en Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri Rauða krossins, segir að bæta hefði mátt umgengni við fatagáma fyrir löngu.

Heimilissorp slæðist í fatasöfnunargáma

Umhverfisvitund | 14. ágúst 2023

Þegar fólk kemur að fullum fatasöfnunargámum freistast það gjarnan til …
Þegar fólk kemur að fullum fatasöfnunargámum freistast það gjarnan til að skilja eftir föt við þá í stað þess að finna tóman gám. Ljósmynd/Rauði krossinn

Borið hefur á því að illa sé gengið um grenndargáma að undanförnu en Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri Rauða krossins, segir að bæta hefði mátt umgengni við fatagáma fyrir löngu.

Borið hefur á því að illa sé gengið um grenndargáma að undanförnu en Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri Rauða krossins, segir að bæta hefði mátt umgengni við fatagáma fyrir löngu.

Nefnir hún að heimilissorp rati stundum í gámana og segir að miklu myndi muna ef fólk vandaði sig við flokkun textíls.

Segir umgengni hafa versnað

„Við höfum orðið vör við það síðustu ár að rusl og slæm umgengni hefur aukist verulega,“ segir Guðbjörg Rut. Tekur hún fram að meirihluti þess sem samtökin fái gefins sé snyrtilega frágengið og gott til endurnýtingar en bætir við: „Það eru bara þeir sem ekki að standa sig sem standa einhvern veginn upp úr og gera okkur lífið erfitt.“

„Það sem fyrst og fremst gerir okkur lífið erfitt í þessari söfnun okkar er að fólk lokar ekki pokunum, það setur þá ólokaða í gámana,“ segir Guðbjörg Rut og útskýrir að það sé mun auðveldara að tæma gáma fulla af pokum sem hefur verið lokað.

Að sögn Guðbjargar slæðist þó nokkurt sorp með textílnum í fatasöfnunargáma og stundum jafnvel fullir pokar af heimilissorpi.

„Við verðum vör við það á gámastöðvunum að fólk setur bara allt í fatagáminn, sama hvað er,“ segir hún og útskýrir að oft sé sorpið í sérpokum en stundum sé því blandað saman við föt.

„Það er enn þá verra eiginlega því þá eru fötin ónýt,“ segir hún.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is