Sósíalistar vilja að borgin sinni grenndargámum

Umhverfisvitund | 2. ágúst 2023

Sósíalistar vilja að borgin sinni grenndargámum

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja til að Reykjavíkurborg sinni sorphirðu við grenndargáma borgarinnar. Telja þeir að það sé bæði einfaldara og ódýrara heldur en útvista verkefninu til einkaaðila.

Sósíalistar vilja að borgin sinni grenndargámum

Umhverfisvitund | 2. ágúst 2023

Grenndargámarnir við Vesturbæjarlaug.
Grenndargámarnir við Vesturbæjarlaug. Mynd/Facebook

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja til að Reykjavíkurborg sinni sorphirðu við grenndargáma borgarinnar. Telja þeir að það sé bæði einfaldara og ódýrara heldur en útvista verkefninu til einkaaðila.

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja til að Reykjavíkurborg sinni sorphirðu við grenndargáma borgarinnar. Telja þeir að það sé bæði einfaldara og ódýrara heldur en útvista verkefninu til einkaaðila.

Trausti Breiðfjörð Magnússon, varafulltrúi sósíalista í borgarráði, lagði fram tillögu á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag þess efnis að Reykjavíkurborg fái beinráðið starfsfólk og vinnuvélar til þess sinna sorphirðu við gámana. 

Greint hefur frá auknu álagi við grennd­argáma­stöðvar vegna innleiðingar nýrra sorptrunna. Jafnframt hefur sumt sorp ekki ratað í sjálfa grenndargámana víða um höfuðborgasvæðið og frekar verið skilið eftir á víðavangi.

Borgin dragi úr lýðræðislegu aðhaldi

„Reykjavíkurborg sér um að hirða heimilissorp hjá íbúum. Til þess er hún með sorphirðubíla og starfsfólk sem er beinráðið. SORPA heldur hins vegar utan um hirðu á grenndargámum innan höfuðborgarsvæðisins, en borgin getur ákveðið að tæming á grenndargámum innan sinni marka verði ekki útvistað til einkafyrirtækis,“ segir í tillögunni sósíalista.

Kemur þar einnig fram að Reykjavíkurborg „getur, líkt og með heimilissorpið, sinnt slíkum verkum sjálf. Það er í verkahring Reykjavíkur að sinna grunnþjónustunni“.

Með því að útvista ábyrgðinni annað dragi borgin úr lýðræðislegu aðhaldi og flæki stjórnsýsluna til muna. Útvistun sé bæði dýrari, flóknari og óskilvirkari til lengri tíma litið.

„Með samþykkt tillögunnar verður dregið úr milliliðum í kerfinu og jafnframt skýrt hvaða aðili það er sem ber ábyrgð á sorphirðu, þ.e. Reykjavíkurborg. Á meðan verkefnum er útvistað er tilhneigingin sú að hún afsali sér þeirri ábyrgð.“

mbl.is