Ófremdarástand í sorphirðumálum

Sorphirða | 16. ágúst 2023

Ófremdarástand í sorphirðumálum

„Menn sögðu það líka í júlí – að þetta væri að komast í lag,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur, í samtali við mbl.is að loknum fyrsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur eftir sumarleyfi, þar sem hann tók sorphirðumál til umfjöllunar. 

Ófremdarástand í sorphirðumálum

Sorphirða | 16. ágúst 2023

Kjartan Magnússon gagnrýnir hvernig staðið er að sorphirðu borgarinnar.
Kjartan Magnússon gagnrýnir hvernig staðið er að sorphirðu borgarinnar.

„Menn sögðu það líka í júlí – að þetta væri að komast í lag,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur, í samtali við mbl.is að loknum fyrsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur eftir sumarleyfi, þar sem hann tók sorphirðumál til umfjöllunar. 

„Menn sögðu það líka í júlí – að þetta væri að komast í lag,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur, í samtali við mbl.is að loknum fyrsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur eftir sumarleyfi, þar sem hann tók sorphirðumál til umfjöllunar. 

Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að sorphirða í Reykjavík hafi gengið betur í núlíðandi viku heldur en undanfarið, meðal ann­ars vegna þess að hirðubíl­um hef­ur fjölgað og fleiri eru við störf.

Ruslatunnur voru yfirfullar í miðborginni um helgina.
Ruslatunnur voru yfirfullar í miðborginni um helgina. mbl.is/Óttar

Allt kerfið í ólagi 

„Þetta er ófremdarástand,“ segir Kjartan og kveðst vonast til þess að sorphirða muni fara að ganga betur en hefur verið í sumar. 

Kjartan er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að tala um að innleiðingin gangi vel þegar allt kerfið, bæði hirðan í hverfunum, losunin og umhirðan er í miklu ólagi. 

„Þetta tengist allt, þannig að mér finnst skrítið að halda því fram að innleiðingin gangi vel þegar sorphirðan er farin úr skorðum,“ segir Kjartan. 

Ófremdarástand í sorphirðumálum

Hann segir lítillega hafa verið fjallað um sorphirðu á fundinum. Kjartan lagði þó fram tillögur og fyrirspurnir fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hann telur nauðsynlegar vegna ófremdarástands í sorphirðumálum í Reykjavík, sem ríkt hefur í vikur og mánuði á sama tíma og verið er að koma á nýju sorpflokkunarkerfi í borginni. 

Í fyrri tillögunni er lagt til að „stóraukinn kraftur verði settur í hirðu heimilissorps þar til tekist hefur að vinna upp hinar miklu tafir, sem orðið hafa við sorphirðu á undanförnum mánuðum. Tímabundið verði leitað til verktaka eða jafnvel nágrannasveitarfélaga um aðstoð í þessu skyni á meðan tiltækur tækjabúnaður og mannafli Reykjavíkurborgar dugir ekki til eins og komið hefur fram“.

Í seinni tillögunni er lagt til að „strax verði bætt úr því ófremdarástandi, sem ríkir varðandi gámalosun og umhirðu á grenndarstöðvum í Reykjavík. Aukinn kraftur verði settur í losun gáma og umhirðu við þá.Leitað verði til verktaka um tímabundna aðstoð í þessu skyni á meðan útboð á umhirðu grenndarstöðva stendur yfir. Þá verði settar upp áberandi merkingar við grenndarstöðvar um að óheimilt sé með öllu að skilja óflokkað heimilissorp eftir við þær“.

Afgreiðslu frestað 

Kjartan segir að afgreiðslu tillagnanna hafi verið frestað til næsta fundar ráðsins. Hann lagði þó einnig fram eftirfarandi fyrirspurnir á fundinum:

„Óskað er eftir greinargerð um fyrirkomulag og framvindu sorphirðu í Reykjavík frá því innleiðing nýs flokkunarkerfis hófst í maí síðastliðnum. Þar verði eftirfarandi spurningum meðal annars svarað:

1. Hversu miklar tafir hafa orðið á hirðu heimilissorps í Reykjavík á árinu?

  • Óskað er eftir yfirliti yfir tíðni sorplosunar eftir hverfum borgarinnar á tímabilinu og frávik frá sorpdagatali.
  • Hversu margir dagar hafi liðið á milli losunar einstakra sorpflokka?

2. Hvenær mega borgarbúar búast við því að sorphirða verði komin í viðunandi horf í borginni?

  • Óskað er eftir yfirliti eftir hverfum.

3. Hversu miklar tafir hafa orðið á losun gáma á grenndarstöðvum í borginni á árinu?

  • Óskað er eftir yfirliti yfir tíðni gámalosunar eftir grenndarstöðvum og hverfum.

4. Hvenær má búast við því að gámalosun og umhirða á grenndarstöðvum verði komin í viðunandi horf?“

mbl.is