Moka út rafbílunum

Umhverfisvitund | 6. október 2023

Moka út rafbílunum

Bílaumboð landsins hreinlega moka út rafbílum um þessar mundir en um áramótin hækkar verð á þeim töluvert þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá.

Moka út rafbílunum

Umhverfisvitund | 6. október 2023

Nýir bílar í Sundahöfn.
Nýir bílar í Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Bílaumboð landsins hreinlega moka út rafbílum um þessar mundir en um áramótin hækkar verð á þeim töluvert þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá.

Bílaumboð landsins hreinlega moka út rafbílum um þessar mundir en um áramótin hækkar verð á þeim töluvert þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá.

Egill Jóhannesson forstjóri Brimborgar segir sölu rafbíla hafa aukist um 89% hjá bílaumboðinu í september frá sama mánuði í fyrra. Mikið er að gera hjá umboðinu í sölu á rafbílum en hlutdeild þeirra í sölunni hefur verið yfir 70% síðustu þrjá mánuði.

Jón Trausti Ólafsson, forstjóri bílaumboðsins Öskju, tekur í sama streng og segir mikið að gera.

„Þessar breytingar sem eru fram undan hafa greinilega ýtt ansi mörgum í að tryggja sér rafbíl fyrir áramótin,“ segir Jón Trausti við Morgunblaðið. Hann segir að Askja hafi átt ágætan lager af rafbílum enda hafi verið vitað í töluverðan tíma að virðisaukaskatturinn yrði lagður á um áramótin.

„Við bjuggum okkur undir að það yrði ágæt sala á rafbílum í haust. Þetta er mjög snörp breyting sem verður og okkur sýnist að hækkunin verði tæpar 1,4 milljónir króna ofan á kaupverð rafbíla, sem okkur finnst mjög mikið,“ segir Jón Trausti.

Mikil aukning milli ára

Jón Trausti segir að selst hafi 4.687 rafbílar til einstaklinga og fyrirtækja á fyrstu níu mánuðum ársins og á hann þar við heildarsölu á landinu. 

Í fyrra seldust 3.232 rafbílar í heildina og þá var hlutfallið 51,7%. Á sama tíma minnkaði sala á tengiltvinnbílum úr 19,7% niður í 13,1%. Hvað heildarsölu á bílaleigubíla varðar segir Jón Trausti að hlutfall rafbíla hafi verið 7,9% í fyrra en sé á þessu ári 16,8%.

„Við sjáum á þessum tölum að sala rafbíla hefur aukist töluvert á þessu ári og hlutfall á sölu rafbíla til bílaleiga hefur um það bil tvöfaldast, en er þó ekki nema lítið hlutfall af heildarsölu rafbíla. Bara í september hefur verið seldur 751 rafbíll á móti 634 í fyrra.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is