Vill að covid-tíminn verði gerður upp

Kórónuveiran Covid-19 | 30. ágúst 2023

Vill að covid-tíminn verði gerður upp

Alls voru 528 kvartanir skráðar hjá umboðsmanni Alþingis í fyrra. Útlit er fyrir að met verði sett í fjölda kvartana í ár hjá embættinu. Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns sem gefin var út á dögunum. Þar kemur jafnframt fram að 18 mál voru tekin upp að eigin frumkvæði hjá embættinu og farið var í sex heimsóknir á grundvelli svokallaðs OPCAT-eftirlits. Jafnframt voru 556 mál afgreidd árið 2022 og álitin urðu 59. Þar af voru 20 án tilmæla.

Vill að covid-tíminn verði gerður upp

Kórónuveiran Covid-19 | 30. ágúst 2023

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis.
Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis. mbl.is/Eggert

Alls voru 528 kvartanir skráðar hjá umboðsmanni Alþingis í fyrra. Útlit er fyrir að met verði sett í fjölda kvartana í ár hjá embættinu. Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns sem gefin var út á dögunum. Þar kemur jafnframt fram að 18 mál voru tekin upp að eigin frumkvæði hjá embættinu og farið var í sex heimsóknir á grundvelli svokallaðs OPCAT-eftirlits. Jafnframt voru 556 mál afgreidd árið 2022 og álitin urðu 59. Þar af voru 20 án tilmæla.

Alls voru 528 kvartanir skráðar hjá umboðsmanni Alþingis í fyrra. Útlit er fyrir að met verði sett í fjölda kvartana í ár hjá embættinu. Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns sem gefin var út á dögunum. Þar kemur jafnframt fram að 18 mál voru tekin upp að eigin frumkvæði hjá embættinu og farið var í sex heimsóknir á grundvelli svokallaðs OPCAT-eftirlits. Jafnframt voru 556 mál afgreidd árið 2022 og álitin urðu 59. Þar af voru 20 án tilmæla.

Stiklað er á stóru um efni árs­skýrsl­unnar á heimasíðu umboðsmanns. Þar er sérstaklega vikið að þeim tilfellum á síðasta ári þegar stjórnvöld hafi ekki farið að tilmælum umboðsmanns. „Óvenju mörg slík tilfelli standa út af borðinu nú eða fjögur, þar sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Þjóðminjasafn Íslands og Ríkissaksóknari eiga hlut að máli. Þegar stjórnvald lýsir sig ósammála tilmælum umboðsmanns, fer ekki að þeim og hlutaðeigandi sættir sig ekki við það þarf að jafnaði að bera þann ágreining undir dómstóla þar sem umboðsmaður hefur ekki réttarskipandi vald,“ segir í umfjöllun.

Þar er jafnframt rakið að algengasta umkvörtunarefnið í fyrra laut að töfum á afgreiðslu mála, þá koma málefni opinberra starfsmanna, mál er lutu að sköttum og gjöldum, aðgangi að gögnum og upplýsingum, almannatryggingum og heilbrigðismálum. Í 9% tilfella leiðréttu stjórnvöld ákvarðanir sínar eftir fyrirspurnir umboðsmanns í fyrra sem er áþekkt hlutfall og árið áður.

Umboðsmaður víkur að uppgjöri og eftirhreytum vegna kórónuveirutímans. Hann hrósar skýrslu nefndar forsætisráðherra frá því í október 2022 sem greina átti áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í faraldrinum en kveðst telja að meira þurfi að gera. „Án þess að gefið sé í skyn að með hinum eða þessum aðgerðum hafi verið gengið of langt eða rangt að verki staðið tel ég því, enn sem fyrr, mikilvægt að þessi tími sé gerður upp, m.a. m.t.t. grunnreglna réttarríkisins, og af því dreginn lærdómur til framtíðar,“ segir Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis.

mbl.is