Þetta eru dýrustu einbýlishúsin í Kópavogi

Heimili | 7. október 2023

Þetta eru dýrustu einbýlishúsin í Kópavogi

Á fasteignavef mbl.is má finna til sölu falleg einbýlishús í ýmsum stærðum og gerðum í Kópavogi. Húsin eru allt frá 151 fm og upp í 432 fm og eru á verðbilinu 114,9 til 330 milljónir. 

Þetta eru dýrustu einbýlishúsin í Kópavogi

Heimili | 7. október 2023

Á listanum eru fimm dýrustu einbýlishúsin í Kópavogi.
Á listanum eru fimm dýrustu einbýlishúsin í Kópavogi. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is má finna til sölu falleg einbýlishús í ýmsum stærðum og gerðum í Kópavogi. Húsin eru allt frá 151 fm og upp í 432 fm og eru á verðbilinu 114,9 til 330 milljónir. 

Á fasteignavef mbl.is má finna til sölu falleg einbýlishús í ýmsum stærðum og gerðum í Kópavogi. Húsin eru allt frá 151 fm og upp í 432 fm og eru á verðbilinu 114,9 til 330 milljónir. 

Að mati margra er gott að búa í Kópavogi og því tók Smartland saman skemmtilegan lista sem státar af fimm dýrustu einbýlishúsunum í Kópavogi.

Álmakór 10

Við Álmakór í Kópavogi er til sölu tignarlegt 432 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2009. Sigurður Hallgrímsson er arkitekt hússins og Guðbjörg Magnúsdóttir sá um innanhússhönnun. 

Fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi eru í húsinu. Ásett verð er 330 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Álmakór 10

Gólfsíðir gluggar gefa eigninni mikinn glæsibrag.
Gólfsíðir gluggar gefa eigninni mikinn glæsibrag. Samsett mynd

Gnitaheiði 2

Við Gnitaheiði í Kópavogi er til sölu 366 fm einbýli á tveimur hæðum sem var byggt árið 2001. Á efri hæðinni er góð lofthæð og einstakt útsýni, en eignin stendur á 958 fm lóð.

Alls eru sex svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 235 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Gnitaheiði 2

Við húsið er sjarmerandi verönd með heitum potti.
Við húsið er sjarmerandi verönd með heitum potti. Samsett mynd

Fróðaþing 3

Við Fróðaþing í Kópavogi er til sölu 382 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2008. Eignin stendur á afar snyrtilegri 750 fm lóð með tyrfðum glötum, hlöðnum veggjum og skjólsælli viðarverönd með heitum potti. 

Sjö svefnherbergi og fjögur baðherbergi eru í húsinu. Ásett verð er 235 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Fróðaþing 3

Í húsinu er innfelld lýsing og innbyggt ryksugukerfi.
Í húsinu er innfelld lýsing og innbyggt ryksugukerfi. Samsett mynd

Kópavogsbraut 20

Við Kópavogsbraut í Kópavogi er til sölu glæsilegt 295 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1955. Húsið stendur á 1.600 fm lóð með fallegum garði og hefur verið innréttað á skemmtilegan máta.

Eignin státar af sex svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Ásett verð er 229 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kópavogsbraut 20

Húsið hefur verið innréttað á fallegan máta með ævintýralegu yfirbragði.
Húsið hefur verið innréttað á fallegan máta með ævintýralegu yfirbragði. Samsett mynd

Logasalir 4

Við Logasali í Kópavogi er til sölu flott 280 fm einbýlishús sem reist var árið 2002. Björgvin Sveinbjörnsson er arkitekt hússins og Valdís Vífilsdóttir sá um innanhússhönnun. 

Alls eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 210 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Logasalir 4

Við húsið er afgirtur garður og sólrík suðurverönd.
Við húsið er afgirtur garður og sólrík suðurverönd. Samsett mynd
mbl.is