Ný skýring á orsökum langvinnra Covid-einkenna

Kórónuveiran Covid-19 | 20. október 2023

Ný skýring á orsökum langvinnra Covid-einkenna

Hópur vísindamanna við háskólann í Pensylvaníu-ríki í Bandaríkjunum leggur til nýja skýringu á hluta tilfella þeirra sem glíma við langvarandi áhrif af völdum Covid-19. Skýringin byggir á niðurstöðum rannsóknar þeirra um að magn serótóníns hafi verið lægra hjá þeim sem glíma við flókin áhrif sjúkdómsins. 

Ný skýring á orsökum langvinnra Covid-einkenna

Kórónuveiran Covid-19 | 20. október 2023

Bólusetning við kórónuveirunni.
Bólusetning við kórónuveirunni. AFP

Hópur vísindamanna við háskólann í Pensylvaníu-ríki í Bandaríkjunum leggur til nýja skýringu á hluta tilfella þeirra sem glíma við langvarandi áhrif af völdum Covid-19. Skýringin byggir á niðurstöðum rannsóknar þeirra um að magn serótóníns hafi verið lægra hjá þeim sem glíma við flókin áhrif sjúkdómsins. 

Hópur vísindamanna við háskólann í Pensylvaníu-ríki í Bandaríkjunum leggur til nýja skýringu á hluta tilfella þeirra sem glíma við langvarandi áhrif af völdum Covid-19. Skýringin byggir á niðurstöðum rannsóknar þeirra um að magn serótóníns hafi verið lægra hjá þeim sem glíma við flókin áhrif sjúkdómsins. 

Dagblaðið New York Times greinir frá. 

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var birt í tímaritinu Cell á mánudag, benda til þess að lækkun serótóníns stafi af því að leifar af veirunni sitji í þörmum þessara einstaklinga. Þetta segja vísindamennirnir að geti meðal annars útskýrt minnisvandamál og nokkur taugafræði- og vitsmunaleg einkenni þeirra sem glíma við langvarandi áhrif sjúkdómsins. 

Meðferð til að meðhöndla áhrifin

Rannsóknin er ein af nokkrum sem sýna fram á líffræðilegar breytingar á líkama fólks, sem glímir við langvarandi áhrif af völdum kórónuveirunnar. Niðurstöðurnar eru sagðar mikilvægar til að sýna fram á einkenni sem geta komið fram með mismunandi hætti og ekki hefur verið hægt að greina með stöðluðum greiningartækjum eða rannsóknum. 

Skimun vegna Covid-19.
Skimun vegna Covid-19. AFP/Liu Jin

Vísindamennirnir binda vonir við að niðurstöður rannsóknarinnar leiði þá í átt að meðferðum til að meðhöndla áhrifin, þar með talið lyfjum sem auka serótónín. Þá segja þeir að líffræðileg niðurstaða rannsóknarinnar sameini margar af helstu kenningum vísindamanna um hvað það er sem veldur langvarandi áhrifum sjúkdómsins, sem allar gætu tengst serótóníni í líkamanum. 

Líffræðilegar breytingar

Næstu skref vísindamannanna eru að skoða líffræðilegar breytingar í líkamanum, sem hægt er að mæla til að greina áhrifin. Rannsóknin bendir meðal annars til þess að það verði hægt með hægðarsýni. 

Flestir sérfræðingar telja þó að ekki verði hægt að greina sjúkdóminn út frá einu sýni, en hugsanlega megi byggja greininguna á sýni, einkennum og öðrum þáttum. 

mbl.is