Teitur og Fanney selja í Garðabæ

Heimili | 26. október 2023

Teitur og Fanney selja í Garðabæ

Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og unnusti hennar Teitur Páll Reynisson hafa sett sjarmerandi íbúð sína í Sjálandshverfinu í Garðabæ á sölu. 

Teitur og Fanney selja í Garðabæ

Heimili | 26. október 2023

Teitur Páll Reynisson og Fanney Ingvarsdóttir hafa sett sjarmerandi íbúð …
Teitur Páll Reynisson og Fanney Ingvarsdóttir hafa sett sjarmerandi íbúð sína í Garðabæ á sölu. Samsett mynd

Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og unnusti hennar Teitur Páll Reynisson hafa sett sjarmerandi íbúð sína í Sjálandshverfinu í Garðabæ á sölu. 

Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og unnusti hennar Teitur Páll Reynisson hafa sett sjarmerandi íbúð sína í Sjálandshverfinu í Garðabæ á sölu. 

Íbúðin telur 126 fm og er staðsett á fyrstu hæð með 55 fm afgirtri sérverönd til suður og vesturs. Þegar Teitur og Fanney keyptu eignina réðust þau í heilmiklar framkvæmdir og hafa innréttað íbúðina á glæsilegan máta. 

Stórir gluggar á þrjá vegu hleypa mikilli birtu inn í íbúðina þar sem náttúruleg litapalletta ræður ríkjum. Fallegir hönnunarstólar fanga augað, en íbúðina prýða meðal annars Elephant-stóllinn og Big Big-stóllinn frá Norr11 sem eru afar stílhreinir.

Fanney og Teitur hafa innréttað íbúðina á sjarmerandi máta.
Fanney og Teitur hafa innréttað íbúðina á sjarmerandi máta.

Tímalaus hönnun sem gleður augað

Í borðstofunni má sjá klassíska hönnunarmuni frá fimmta áratugnum, annars vegar Y-stólana sem danski arkitektinn Hans J. Wagner hannaði árið 1949 fyrir Carl Hansen & Søn og hins vegar hið formfagra Astep ljós úr smiðju Gino Sarfatti frá árinu 1950. 

Íbúðin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi, en ásett verð er 118 milljónir króna.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Vesturbrú 1

Í borðstofunni má sjá tímalausa hönnun sem stenst sannarlega tímans …
Í borðstofunni má sjá tímalausa hönnun sem stenst sannarlega tímans tönn.
Á veröndinni hefur notalegri aðstöðu verið komið fyrir.
Á veröndinni hefur notalegri aðstöðu verið komið fyrir.
mbl.is