Hörður og Berglind selja 450 milljóna glæsihús í Garðabæ

Heimili | 9. nóvember 2023

Hörður og Berglind selja 450 milljóna glæsihús í Garðabæ

Hörður Filipsson myndlistamaður og eiginkona hans Berglind Marinósdóttir hafa sett einbýlishús sitt við Kornakur á sölu. Húsið þykir með þeim glæsilegustu í Garðabæ og er ásett verð 450 milljónir. 

Hörður og Berglind selja 450 milljóna glæsihús í Garðabæ

Heimili | 9. nóvember 2023

Ásett verð er 450 milljónir.
Ásett verð er 450 milljónir. Samsett mynd

Hörður Filipsson myndlistamaður og eiginkona hans Berglind Marinósdóttir hafa sett einbýlishús sitt við Kornakur á sölu. Húsið þykir með þeim glæsilegustu í Garðabæ og er ásett verð 450 milljónir. 

Hörður Filipsson myndlistamaður og eiginkona hans Berglind Marinósdóttir hafa sett einbýlishús sitt við Kornakur á sölu. Húsið þykir með þeim glæsilegustu í Garðabæ og er ásett verð 450 milljónir. 

Baldur H. Svavarsson arkitekt teiknaði húsið og Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um innanhússhönnunina. Húsið er 545 fm að stærð og er á tveimur hæðum, en það var byggt árið 2007. 

Húsið er stórglæsilegt að innan sem utan með sérlega sjarmerandi …
Húsið er stórglæsilegt að innan sem utan með sérlega sjarmerandi verönd.

Fimm metra lofthæð og gólfsíðir gluggar

Stofan er sérlega glæsileg með fimm metra lofthæð og gólfsíðum gluggum sem fanga augað, en hún telur 88 fm. Stór gasarinn og sérsmíðaðir skápar prýða rýmið og skapa mikið lúxus yfirbragð, en þar að auki er hægt að loka stofunni af með stórum rennihurðum.

Þá má sjá öskustein á gólfum og veggjum í stofu, gangi og sjónvarpsherbergi, en hann var sérinnfluttur frá Sikiley á Ítalíu.

Mikil lofthæð og gólfsíðir gluggar gefa rýminu mikinn glæsibrag.
Mikil lofthæð og gólfsíðir gluggar gefa rýminu mikinn glæsibrag.
Innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar.
Innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar.

Stór heitur pottur og snyrtileg verönd

Eldhúsið er bjart og rúmgott með stórri eyju og gaseldavél, en öll tæki í eldhúsinu eru frá Miele. Gott vinnu- og skápapláss einkennir eldhúsinnréttinguna sem er afar stílhrein. 

Eignin státar af sex svefnherbergjum og þremur baðherbergjum, þar af er glæsileg hjónasvíta með aukinni lofthæð, rúmgóðu fataherbergi og flottu baðherbergi með sturtu og frístandandi baðkari. 

Glæsileg verönd sem umlykur húsið setur svo punktinn yfir i-ið, en þar má meðal annars finna rúmgóðan heitan pott sem er 4,2 metrar að lengd og 2,3 metrar að breidd með tveimur nudddælum.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kornakur 8

Eldhúsið er bjart með stílhreinni innréttingu.
Eldhúsið er bjart með stílhreinni innréttingu.
Glæsilegt baðherbergi er inn af hjónasvítunni með sturtu og frístandandi …
Glæsilegt baðherbergi er inn af hjónasvítunni með sturtu og frístandandi baðkari.
mbl.is