129,9 milljóna útsýnisperla í Garðabæ

Heimili | 17. nóvember 2023

129,9 milljóna útsýnisperla í Garðabæ

Við Maríugötu í Urriðaholti er að finna hlýlega efri sérhæð í tvíbýlishúsi sem reist var árið 2022. Eignin telur 128 fm og státar af aukinni lofthæð, stórum gluggum og glæsilegu útsýni yfir heiðmörk og golfvöllinn Odd.

129,9 milljóna útsýnisperla í Garðabæ

Heimili | 17. nóvember 2023

Ásett verð er 129,9 milljónir.
Ásett verð er 129,9 milljónir. Samsett mynd

Við Maríugötu í Urriðaholti er að finna hlýlega efri sérhæð í tvíbýlishúsi sem reist var árið 2022. Eignin telur 128 fm og státar af aukinni lofthæð, stórum gluggum og glæsilegu útsýni yfir heiðmörk og golfvöllinn Odd.

Við Maríugötu í Urriðaholti er að finna hlýlega efri sérhæð í tvíbýlishúsi sem reist var árið 2022. Eignin telur 128 fm og státar af aukinni lofthæð, stórum gluggum og glæsilegu útsýni yfir heiðmörk og golfvöllinn Odd.

Hlýir og mjúkir jarðtónar eru í forgrunni í íbúðinni sem hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta. Stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu alrými. Fallegt Beam-sófasett frá Deeekhoorn prýðir stofuna, en áklæði sófans er eftirtektarvert og skapar notalega stemningu í rýminu. 

Litapallettan í rýminu er afar hlýleg og notaleg.
Litapallettan í rýminu er afar hlýleg og notaleg.
Í eldhúsi er stílhrein innrétting með góðu skápaplássi.
Í eldhúsi er stílhrein innrétting með góðu skápaplássi.

Veglegt borðstofuborð fangar augað í borðstofunni, en fyrir ofan borðið hanga tvö formfögur ljós. Þá má einnig sjá verk eftir Leif Ými Eyjólfsson sem gefa rýminu skemmtilegan karakter. Frá stofu og eldhúsi er útgengt á afar rúmgóðar 30 fm svalir með einstöku útsýni yfir náttúruna í kring. 

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Þar af er rúmgott hjónaherbergi með stílhreinum fataskápum, fallegum gluggum og sérbaðherbergi með walk-in sturtu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Maríugata 26

Verk eftir Leif Ými Eyjólfsson setja punktinn yfir i-ið í …
Verk eftir Leif Ými Eyjólfsson setja punktinn yfir i-ið í rýminu.
Útsýnið af svölunum er einstakt.
Útsýnið af svölunum er einstakt.
mbl.is