Þetta eru dýrustu par- og raðhúsin í Garðabæ

Heimili | 18. nóvember 2023

Þetta eru dýrustu par- og raðhúsin í Garðabæ

Á fasteignavef mbl.is má finna úrval af sjarmerandi par- og raðhúsum um allt land. Í Garðabæ eru til sölu raðhús í ýmsum stærðum og gerðum sem kosta allt frá 54,6 til 199 milljónir.

Þetta eru dýrustu par- og raðhúsin í Garðabæ

Heimili | 18. nóvember 2023

Á listanum eru fimm dýrustu par- og raðhúsin í Garðabæ.
Á listanum eru fimm dýrustu par- og raðhúsin í Garðabæ. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is má finna úrval af sjarmerandi par- og raðhúsum um allt land. Í Garðabæ eru til sölu raðhús í ýmsum stærðum og gerðum sem kosta allt frá 54,6 til 199 milljónir.

Á fasteignavef mbl.is má finna úrval af sjarmerandi par- og raðhúsum um allt land. Í Garðabæ eru til sölu raðhús í ýmsum stærðum og gerðum sem kosta allt frá 54,6 til 199 milljónir.

Smartland tók saman fimm dýrustu par- og raðhúsin í Garðabæ sem eiga það öll sameiginlegt að vera afar tignarleg og smart.

Kinnargata 34

Við Kinnargötu í Urriðaholti er til sölu 243 fm endaraðhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2020. Húsið er hannað af Kristni Ragnarssyni arkitekt og hefur verið innréttað á stílhreinan máta þar sem mjúkir náttúrulegir tónar eru í aðalhlutverki. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Ásett verð er 199 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kinnargata 34

Aukin lofthæð og stórir gluggar á efri hæð gefa húsinu …
Aukin lofthæð og stórir gluggar á efri hæð gefa húsinu mikinn glæsibrag. Samsett mynd

Byggakur 1

Við Byggakur í Garðabæ er til sölu 229 fm fm endaraðhús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2019. Sigurður Hallgrímsson er arkitekt hússins. Alls eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu, en úr alrými hússins er útgengt í snyrtilegan garð.

Ásett verð er 187,5 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Byggakur 1

Falleg húsgögn frá þekktum hönnuðum prýða húsið.
Falleg húsgögn frá þekktum hönnuðum prýða húsið. Samsett mynd

Stígprýði 4

Við Stígprýði í Garðabæ er til sölu 273 fm parhús sem reist var árið 2020. Ragnar Ólafsson er arkitekt og aðalhönnuður hússins, en Béton Studio sá um innanhússhönnunina. Eignin hefur verið innréttuð á afar sjarmerandi máta með fallegum húsmunum sem grípa augað. Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu. 

Ásett verð er 169,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Stígprýði 4

Ró og notalegheit eru í aðalhlutverki í húsinu.
Ró og notalegheit eru í aðalhlutverki í húsinu. Samsett mynd

Árakur 23

Við Árakur í Garðabæ er til sölu 248 fm raðhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2007. Eignin hefur verið innréttuð á stílhreinan máta, en alls eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. 

Ásett verð er 169,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Árakur 23

Eignin er stílhrein með góðum gluggum.
Eignin er stílhrein með góðum gluggum. Samsett mynd

Brúarflöt 6

Við Brúarflöt í Garðabæ er til sölu 226 fm endaraðhús sem reist var árið 1969. Í stofu má sjá arinn sem er umkringdur Dráðuhlíðargrjóti sem gefur rýminu mikinn karakter. Þá stendur húsið á 1620 fm lóð, en fyrir framan húsið er stórt upphitað bílaplan. Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu. 

Ásett verð er 169,5 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Brúarflöt 6

Samsett mynd
mbl.is