„Spurning hvort það sé ekki einhver aðlögun eftir“

Vextir á Íslandi | 22. nóvember 2023

„Spurning hvort það sé ekki einhver aðlögun eftir“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ástandið á fasteignamarkaðinum um þessar mundir nokkuð sérstakt þar sem gríðarlegt framboð sé á eignum til sölu og sölutími hafi lengst, en samhliða því hafi samt sem áður verð á markaði hækkað. Hann segir þetta ekki þá hagfræði sem kennd sé við hagfræðideildir og veltir fyrir sér hvort aðlögun geti verið í kortunum og vísar þar til lækkunar fasteignaverðs.

„Spurning hvort það sé ekki einhver aðlögun eftir“

Vextir á Íslandi | 22. nóvember 2023

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eyþór

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ástandið á fasteignamarkaðinum um þessar mundir nokkuð sérstakt þar sem gríðarlegt framboð sé á eignum til sölu og sölutími hafi lengst, en samhliða því hafi samt sem áður verð á markaði hækkað. Hann segir þetta ekki þá hagfræði sem kennd sé við hagfræðideildir og veltir fyrir sér hvort aðlögun geti verið í kortunum og vísar þar til lækkunar fasteignaverðs.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ástandið á fasteignamarkaðinum um þessar mundir nokkuð sérstakt þar sem gríðarlegt framboð sé á eignum til sölu og sölutími hafi lengst, en samhliða því hafi samt sem áður verð á markaði hækkað. Hann segir þetta ekki þá hagfræði sem kennd sé við hagfræðideildir og veltir fyrir sér hvort aðlögun geti verið í kortunum og vísar þar til lækkunar fasteignaverðs.

Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi Seðlabankans eftir ákvörðun peningastefnunefndar um að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Þrátt fyrir hærri vexti og aukið framboð íbúða á markaði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað aðeins síðustu tvo mánuði. Er þetta mun lægri hækkunartaktur en áður var og raunlækkun í því verðbólguumhverfi sem nú er. Hins vegar virðast margir hafa átt von á því að eignaverð myndi standa í stað eða jafnvel lækka á þessum tíma.

Yfirfullur markaður en verðið hækkar samt

Kári Friðriksson hjá greiningardeild Arion banka spurði Ásgeir út í það hvort hann teldi að hlutdeildarlán hefðu haft áhrif til hækkana. Sagði Ásgeir að á bankinn teldi að á höfuðborgarsvæðinu hefðu þessi lán ekki haft áhrif til hækkana.

Hann tók hins vegar fram að staðan á fasteignamarkaði væri nokkuð sérstök. „Markaðurinn virðist vera yfirfullur af íbúðum sem er verið að auglýsa til sölu, en samt er fasteignaverð aðeins að hækka.“

Sagði Ásgeir rétt að hafa í huga að miðað við 8% verðbólgu sé 2% hækkunartaktur á fasteignaverði ekki mikið og í raun séu fasteignir að lækka að raunverði.

Fasteignamarkaðurinn ekki sama hagfræði og kennd er í HÍ

„En það má alveg velta fyrir sér hvað þessi þróun getur haldið áfram lengi, mikil aukning í óseldum íbúðum og á sama tíma heldur verðið áfram að hækka. Þetta er ekki sama hagfræðin sem þú lærðir í hagfræðideild HÍ Kári,“ sagði Ásgeir jafnframt, en Ásgeir var áður aðjúnkt og síðar dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands á svipuðum tíma og Kári sótti þar nám.

Hélt Ásgeir áfram með vangaveltur sínar og velti upp þeirri stöðu að verð gæti farið lækkandi. „Spurning hvort það sé ekki einhver aðlögun eftir á þessu markaði.“

Ásgeir ítrekaði þó að hann teldi áfram mjög ábatasamt að byggja að því gefnu að verktakar fái lóðir og geti selt. Hins vegar gerði staðan í dag með hærri vöxtum það dýrara fyrir verktaka að sitja lengi á íbúðum. „Má færa rök fyrir því að hækkun vaxta ætti að leiða til þess að íbúðaverð lækka þegar litið er til skamms og meðallangs tíma. Það sé erfiðara fyrir verktaka og söluaðila að bíða,“ sagði hann að lokum.

mbl.is