Þetta eru dýrustu íbúðirnar í Reykjavík

Heimili | 25. nóvember 2023

Þetta eru dýrustu íbúðirnar í Reykjavík

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölda íbúða til sölu í Reykjavík. Íbúðirnar eru í hinum ýmsu stærðum og gerðum og kosta allt frá 14,9 til 235 milljónir króna. 

Þetta eru dýrustu íbúðirnar í Reykjavík

Heimili | 25. nóvember 2023

Á listanum eru fimm dýrustu íbúðirnar í Reykjavík.
Á listanum eru fimm dýrustu íbúðirnar í Reykjavík. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölda íbúða til sölu í Reykjavík. Íbúðirnar eru í hinum ýmsu stærðum og gerðum og kosta allt frá 14,9 til 235 milljónir króna. 

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölda íbúða til sölu í Reykjavík. Íbúðirnar eru í hinum ýmsu stærðum og gerðum og kosta allt frá 14,9 til 235 milljónir króna. 

Smartland tók saman lista yfir dýrustu íbúðirnar sem eru til sölu í Reykjavík. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera glæsilegar og vel hannaðar með frábæru útsýni.

Tryggvagata 23

Við Tryggvagötu 23 í miðbæ Reykjavíkur er til sölu 192 fm íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2018 og hannað af PKdM arkitektum. Innanhússhönnuðurinn Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði og sá um efnisval íbúðarinnar.

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð er 235 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Tryggvagata 23

Mikill glæsibragur er yfir íbúðinni sem hefur verið innréttuð á …
Mikill glæsibragur er yfir íbúðinni sem hefur verið innréttuð á fallegan máta. Samsett mynd

Laugavegur 103

Við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur er til sölu 212 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1967. Í stofunni er sérlega sjarmerandi kamína og stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn, en þaðan er útgengt á 30 fm þaksvalir með frábæru útsýni. 

Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í íbúðinni. Ásett verð er 205 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Laugavegur 103

Formfögur kamína setur sterkan svip á eignina.
Formfögur kamína setur sterkan svip á eignina. Samsett mynd

Tryggvagata 13

Við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur er til sölu 119 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2017. Í íbúðinni má sjá hina ýmsu fallegu húsmuni, þar á meðal formfagran bleikan sófa sem fangar augað strax.

Alls eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi í íbúðinni. Ásett verð er 175 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Tryggvagata 13

Hrá áferð á veggjum gefur íbúðinni bæði karakter og sjarma.
Hrá áferð á veggjum gefur íbúðinni bæði karakter og sjarma. Samsett mynd

Mýrargata 39

Við Mýrargötu í 101 Reykjavík er til sölu 182 fm þakíbúð í nýju fjölbýlishúsi sem reist var árið 2023 og hannað af Arkþing/Nordic. Þá sá innanhússhönnuðurinn Sæ­björg Guðjóns­dótt­ir, eða Sæja eins og hún er oftast kölluð, um innanhússhönnunina. 

Eignin státar af tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Ásett verð er 169,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Mýrargata 39

Íbúðin er björt og rúmgóð með flottum gluggum.
Íbúðin er björt og rúmgóð með flottum gluggum. Samsett mynd

Arnarhlíð 4

Við Arnarhlíð í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík er til sölu 162 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2022. Kristinn Ragnarsson arkitekt er aðalhönnuður hússins. Frá stofu er útgengt á afar snyrtilegar 91 fm þaksvalir sem eru að hluta til með timburpalli og restin er gervigras.

Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í íbúðinni. Ásett verð er 162 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Arnarhlíð 4

Frá íbúðinni er flott útsýni.
Frá íbúðinni er flott útsýni. Samsett mynd
mbl.is