Joey Christ selur hæðina við Skeggjagötu

Heimili | 28. nóvember 2023

Joey Christ selur hæðina við Skeggjagötu

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, hefur sett sjarmerandi íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. 

Joey Christ selur hæðina við Skeggjagötu

Heimili | 28. nóvember 2023

Ásett verð er 63,8 milljónir.
Ásett verð er 63,8 milljónir. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, hefur sett sjarmerandi íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. 

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, hefur sett sjarmerandi íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. 

Eignin telur 78 fm og er sérhæð í þríbýlishúsi sem reist var árið 1939. Björt og rúmgóð stofa er opin að hluta með eldhúsi, en þar grípur hinn formfagri Wassily-hægindastóll augað samstundis. Stólinn þykir mikið heimilisprýði, enda er hann tímalaus og klassísk hönnun eftir Marcel Breuer frá árinu 1925.

Í stofunni má sjá hinar klassísku Hansa-hillur sem gleðja augað.
Í stofunni má sjá hinar klassísku Hansa-hillur sem gleðja augað.
Fagurbláar flísar gera mikið fyrir eldhúsið.
Fagurbláar flísar gera mikið fyrir eldhúsið.

Fagurbláar flísar setja punktinn yfir i-ið

Í eldhúsi er hvít stílhrein innrétting með fínu skápaplássi, en á milli neðri og efri skápa má sjá afar fallegar bláar flísar í „subway-stíl“ sem gefa eldhúsinu bæði sjarma og karakter. 

Eignin státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi, þar af er rúmgott og bjart hjónaherbergi með góðum fataskápum. Þar að auki er stór og gróinn sameiginlegur garður til suðurs.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Skeggjagata 10

Íbúðin er björt með stórum gluggum.
Íbúðin er björt með stórum gluggum.
Við húsið er sameiginlegur garður til suðurs.
Við húsið er sameiginlegur garður til suðurs.
mbl.is