Afgerandi sigur Trumps í Iowa

Afgerandi sigur Trumps í Iowa

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í forvali Repúblikana-flokksins í Iowa-ríki í nótt. Hlaut hann ríflega helming atkvæða.

Afgerandi sigur Trumps í Iowa

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 16. janúar 2024

Skoðanakannanir voru Trump hliðhollar.
Skoðanakannanir voru Trump hliðhollar. AFP/Scott Olson/Getty images

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í forvali Repúblikana-flokksins í Iowa-ríki í nótt. Hlaut hann ríflega helming atkvæða.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í forvali Repúblikana-flokksins í Iowa-ríki í nótt. Hlaut hann ríflega helming atkvæða.

Afgerandi sigurinn kemur ekki mörgum á óvart en Trump hefur verið leiðandi í skoðanakönnunum í rúmt ár. Þykir nú enn líklegra að baráttan um Hvíta húsið muni verða á milli hans og Joe Bidens, núverandi Bandaríkjaforseta, þegar forsetakosningarnar verða haldnar í nóvember á þessu ári.

Með ríflega helming atkvæða

Það lá snemma fyrir í hvað stefndi þegar atkvæðin fóru að tínast upp úr kjörkössunum.

Trump endaði með ríflega helming atkvæða, eða um 51%, á meðan frambjóðendurnir Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hlaut 19% atkvæða og Ron DeSantis, ríkisstjóri Florida, hlaut 21% atkvæða.

Vivek Ramaswamy endaði á að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Trump.

mbl.is