119,8 milljóna sumarhús í Kiðjabergi

Heimili | 17. janúar 2024

119,8 milljóna sumarhús í Kiðjabergi

Í landi Hests í Kiðjaberginu er að finna 161 fm sumarhús á einni hæð sem var reist árið 2022. Eignin er á fallegum útsýnisstað við Golfklúbb Kiðjabergs sem þykir með glæsilegustu golfvöllum landsins.

119,8 milljóna sumarhús í Kiðjabergi

Heimili | 17. janúar 2024

Ásett verð er 119,8 milljónir.
Ásett verð er 119,8 milljónir. Samsett mynd

Í landi Hests í Kiðjaberginu er að finna 161 fm sumarhús á einni hæð sem var reist árið 2022. Eignin er á fallegum útsýnisstað við Golfklúbb Kiðjabergs sem þykir með glæsilegustu golfvöllum landsins.

Í landi Hests í Kiðjaberginu er að finna 161 fm sumarhús á einni hæð sem var reist árið 2022. Eignin er á fallegum útsýnisstað við Golfklúbb Kiðjabergs sem þykir með glæsilegustu golfvöllum landsins.

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð og stórum gluggum. Í eldhúsinu er stílhrein dökk innrétting með góðu vinnu- og skápaplássi og eldhúseyja með vínkæli. 

Húsið var reist árið 2022.
Húsið var reist árið 2022.
Í eldhúsi er gott skápa- og vinnupláss.
Í eldhúsi er gott skápa- og vinnupláss.

140 fm pallur með heitum og köldum potti

Í stofunni má sjá hið formfagra sófaborð frá Vitra sem Isamu Noguchi hannaði árið 1994, en borðið er án efa frægasta hönnun hans. Þá má einnig sjá kamínu í rýminu sem skapar afar notalega stemningu.

Frá stofu er útgengt út á rúmgóðan 140 fm pall með heitum og köldum potti og fallegu útsýni. Alls eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi í sumarhúsinu. Ásett verð er 119,8 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hestur 54

Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið.
Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið.
Fallegt útsýni er frá sumarhúsinu.
Fallegt útsýni er frá sumarhúsinu.
mbl.is