Friðhelgi þrátt fyrir að „fara yfir strikið“

Friðhelgi þrátt fyrir að „fara yfir strikið“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að krafa hans um „algjöra” friðhelgi fyrrverandi forseta gagnvart ákærum ætti að eiga við, jafnvel þótt athæfi hans „fara yfir strikið”.

Friðhelgi þrátt fyrir að „fara yfir strikið“

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 18. janúar 2024

Trump á leið í dómsal í gær þar sem hann …
Trump á leið í dómsal í gær þar sem hann er ákærður fyrir ærumeiðingar. AFP/Charly Triballeau

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að krafa hans um „algjöra” friðhelgi fyrrverandi forseta gagnvart ákærum ætti að eiga við, jafnvel þótt athæfi hans „fara yfir strikið”.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að krafa hans um „algjöra” friðhelgi fyrrverandi forseta gagnvart ákærum ætti að eiga við, jafnvel þótt athæfi hans „fara yfir strikið”.

Trump, sem ætlar sér að snúa aftur í Hvíta húsið í nóvember, stendur frammi fyrir 91 ákæru í fjórum mismunandi málum. Þar á meðal er hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna árið 2020 og fyrir að geyma háleynileg skjöl í húsnæði sínu.

Í færslu sem hann setti á samfélagsmiðilinn Truth Social sagði hann að sem forseti ætti hann að njóta algjörrar friðhelgi frá ákærum og hvatti hann Hæstarétt til að dæma sér í vil.

„Jafnvel atburðir sem fara yfir strikið verða að flokkast sem algjör friðhelgi. Annars verður margra ára skaði sem fer í að aðgreina gott frá slæmu,” skrifaði Trump.

Trump á kosningafundi í gær.
Trump á kosningafundi í gær. AFP/Timothy A. Clary

Hann sagði bandaríska forseta þurfa á friðhelgi að halda til að geta tekið erfiðar ákvarðanir. Slíkt hafi meira að vægi en hættan við að forsetar brjóti lög. Repúblikaninn líkti þessu við það þegar lögreglan verður að halda áfram störfum þrátt fyrir „einstaka slæma löggu”.

„Stundum verðurðu að lifa með því sem er frábært en örlítið ófullkomið,” skrifaði hann jafnframt.

Hann bætti við að Hæstiréttur, sem hefur hallast til hægri eftir að Trump skipaði þrjá nýja dómara á meðan hann var forseti, ætti að eiga „auðvelda ákvörðun” fyrir höndum.

mbl.is