49,9 milljóna íbúð fagurkera í Reykjavík

Heimili | 20. janúar 2024

49,9 milljóna íbúð fagurkera í Reykjavík

Við Stóragerði í Reykjavík er að finna 74 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1962. Fallegir húsmunir prýða íbúðina og gefa henni mikinn sjarma, en ljóst er að á heimilinu búa fagurkerar með gott auga fyrir stílhreinni hönnun. 

49,9 milljóna íbúð fagurkera í Reykjavík

Heimili | 20. janúar 2024

Ásett verð er 49,9 milljónir.
Ásett verð er 49,9 milljónir. Samsett mynd

Við Stóragerði í Reykjavík er að finna 74 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1962. Fallegir húsmunir prýða íbúðina og gefa henni mikinn sjarma, en ljóst er að á heimilinu búa fagurkerar með gott auga fyrir stílhreinni hönnun. 

Við Stóragerði í Reykjavík er að finna 74 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1962. Fallegir húsmunir prýða íbúðina og gefa henni mikinn sjarma, en ljóst er að á heimilinu búa fagurkerar með gott auga fyrir stílhreinni hönnun. 

Stofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu rými. Í stofunni eru ljósir tónar og falleg smáatriði í forgrunni. Hinn klassíski Söderhamn sófi úr Ikea-prýðir rýmið, en við sófann má sjá sófaborð með fallegri áferð sem gefur rýminu karakter. 

Stofuborðið vekur án efa eftirtekt í rýminu.
Stofuborðið vekur án efa eftirtekt í rýminu. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Fallegir skrautmunir sem gleðja augað.
Fallegir skrautmunir sem gleðja augað. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is

Falleg litapalletta í forgrunni

Víðsvegar um rýmið má sjá flotta skrautmuni, svo sem kertastjaka, lampa, vasa og bækur sem skapa hlýlega stemningu. Hinn formfagri Pond-spegill frá danska hönnunarhúsinu Ferm Living prýðir meðal annars rýmið.

Í borðstofunni má svo sjá dekkri húsmuni sem búa til skemmtilegan kontrast til móts við ljósu litapallettuna. Fallegir borðstofustólar fanga augað strax og tóna fallega við Octo-ljósið sem hangir fyrir ofan borðstofuborðið sem og mottuna sem prýðir stofuna. Ljósið hannaði Seppo Koho fyrir Secto Design.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Stóragerði 8

Í borðstofunni fá dekkri tónar að njóta sín.
Í borðstofunni fá dekkri tónar að njóta sín. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Stólarnir tóna fallega við hönnunarljós eftir Seppo Koho.
Stólarnir tóna fallega við hönnunarljós eftir Seppo Koho. Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
mbl.is