Efast um vitræna getu Trump

Efast um vitræna getu Trump

Repúblikaninn og forsetaframbjóðandinn Nikki Haley gerði vitræna getu Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að umtalsefni á framboðsfundi í New Hampshire-ríki í kvöld.

Efast um vitræna getu Trump

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 20. janúar 2024

Nikki Haley segir bandarísku þjóðina þurfa einhvern sem er vel …
Nikki Haley segir bandarísku þjóðina þurfa einhvern sem er vel á sig kominn. Win Mcnamee

Repúblikaninn og forsetaframbjóðandinn Nikki Haley gerði vitræna getu Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að umtalsefni á framboðsfundi í New Hampshire-ríki í kvöld.

Repúblikaninn og forsetaframbjóðandinn Nikki Haley gerði vitræna getu Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að umtalsefni á framboðsfundi í New Hampshire-ríki í kvöld.

Trump hefur haldið því fram að Haley hafi borið ábyrgð á öryggisgæslu í bandaríska þinghúsinu þegar stuðningsmenn hans réðust þangað inn í janúar árið 2021. Haley sagði það rangt og bætti við að hún hafi ekki verið við störf í þinghúsinu þann dag.

Vitræn geta megi ekki vera vafamál

„Nú segir fólk að hann hafi ruglast og jafnvel átt við eitthvað annað. Með fullri virðingu í hans garð þá er forsetaembættið krefjandi. Við getum ekki haft einhvern í embætti sem við efumst um að sé heill vitsmunalega,“ sagði hún.

Trump hafði uppi ásakanirnar á hendur Haley fyrir framan hóp stuðningsmanna sinna.

„Nikki Haley fer með öryggisstjórn hússins. Við buðum henni tíu þúsund manns, hermenn, öryggissveit, hvað sem er. Og þau höfnuðu því. Þau forðast þá umræðu eins og heitan eldinn,“ sagði hann.

Stingur upp á greindarprófi fyrir 75 ára og eldri

Frambjóðendur Repúblikana hafa dregið hæfi hins 81 árs Joe Biden Bandaríkjaforseta í efa en Haley er talin sú fyrsta í röðum Repúblikana til að vekja athygli á vitrænni getu Donald Trump.

Stingur hún upp á að frambjóðendur yfir 75 ára aldri gangist undir greindarpróf áður en þeir bjóða sig fram. Trump er 77 ára og Haley 52 ára.

„Við þurfum einhvern sem er í blóma lífsins og vel á sig kominn. Við erum að tala um þjóðaröryggi. Kærum við okkur um einhvern sem slengir fram ásökunum og ruglast á hlutunum? Ræður áttræður einstaklingur við Pútín, Xi og Norðu-Kóreu?“, spurði Haley að lokum.

mbl.is