Jóhanna selur sögufrægt einbýli í Grjótaþorpinu

Heimili | 26. janúar 2024

Jóhanna selur sögufrægt einbýli í Grjótaþorpinu

Heilsumarkþjálfinn Jóhanna Maggý Hauksdóttir hefur sett sögufrægt einbýlishús sitt við Grjótagötu í Reykjavík á sölu. Húsið var byggt árið 1895 og hefur áhersla verið lögð á að halda í upprunalegan stíl hússins. 

Jóhanna selur sögufrægt einbýli í Grjótaþorpinu

Heimili | 26. janúar 2024

Jóhanna Maggý Hauksdóttir hefur sett sjarmerandi einbýli sitt í Grjótaþorpinu …
Jóhanna Maggý Hauksdóttir hefur sett sjarmerandi einbýli sitt í Grjótaþorpinu á sölu. Samsett mynd

Heilsumarkþjálfinn Jóhanna Maggý Hauksdóttir hefur sett sögufrægt einbýlishús sitt við Grjótagötu í Reykjavík á sölu. Húsið var byggt árið 1895 og hefur áhersla verið lögð á að halda í upprunalegan stíl hússins. 

Heilsumarkþjálfinn Jóhanna Maggý Hauksdóttir hefur sett sögufrægt einbýlishús sitt við Grjótagötu í Reykjavík á sölu. Húsið var byggt árið 1895 og hefur áhersla verið lögð á að halda í upprunalegan stíl hússins. 

Jóhanna Maggý er heilsumarkþjálfi, rithöfundur og pílateskennari, en á undanförnum árum hefur vakið lukku á samfélagsmiðlum þar sem hún er með yfir 143 þúsund fylgjendur. 

Fallegt útsýni frá svölum sem snúa til suðurs.
Fallegt útsýni frá svölum sem snúa til suðurs. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Falleg kamína prýðir stofuna

Eignin telur alls 138 fm og samanstendur af kjallara, miðhæð og risi. Þar að auki stendur 25 fm vinnustofa á lóðinni sem reist var árið 1999 og er í sama stíl og húsið. 

Mikill sjarmi er yfir eigninni sem státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Í stofunni er hlaðinn skorsteinn sem gefur rýminu skemmtilegan karakter, en við skorsteininn er sérlega falleg kamína sem setur punktinn yfir i-ið. 

Í eldhúsinu eru opnar hillur í stað efri skápa sem …
Í eldhúsinu eru opnar hillur í stað efri skápa sem gefa rýminu léttara yfirbragð. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Falleg kamína og hlaðinn skorsteinn fanga augað í stofunni.
Falleg kamína og hlaðinn skorsteinn fanga augað í stofunni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Hús „ömmunnar í Grjótaþorpinu“

Á fasteignavef mbl.is kemur fram að Laufey Jakobsdóttir hafi búið í húsinu á árunum 1976-1995, en allir könnuðust við hana sem „ömmuna í Grjótaþorpinu“. Laufey var einn af stofnendum Kvennalistans, heiðursfélagi í Dýraverndunarfélagi Íslands og sinnti málefnum aldraðra. 

Hún var einnig þekkt fyrir störf sín í þágu ungmenna í miðborg Reykjavíkur og þaðan kemur nafngiftin „amman í Grjótaþorpinu“. Þann 17. júní 1996 var Laufey sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Grjótagata 12

mbl.is