124 fm draumaíbúð í Vesturbænum

Heimili | 7. febrúar 2024

124 fm draumaíbúð í Vesturbænum

Við Kvisthaga í Reykjavík er að finna heillandi 124 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1952. Fallegir loftlistar, rúmgóð alrými og sjarmerandi gluggar einkenna eignina sem er á annarri hæð hússins. 

124 fm draumaíbúð í Vesturbænum

Heimili | 7. febrúar 2024

Ásett verð er 119 milljónir.
Ásett verð er 119 milljónir. Samsett mynd

Við Kvisthaga í Reykjavík er að finna heillandi 124 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1952. Fallegir loftlistar, rúmgóð alrými og sjarmerandi gluggar einkenna eignina sem er á annarri hæð hússins. 

Við Kvisthaga í Reykjavík er að finna heillandi 124 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1952. Fallegir loftlistar, rúmgóð alrými og sjarmerandi gluggar einkenna eignina sem er á annarri hæð hússins. 

Stílhrein hvít innrétting prýðir eldhúsið sem er bjart og með góðu vinnu- og skápaplássi. Flottur háfur fyrir ofan helluborðið vekur án efa athygli í rýminu, en hann er skemmtilegur í laginu og gefur rýminu karakter. 

Formfagrir stólar prýða bæði borðstofuna og stofuna. Þeir eru mismunandi í laginu en eiga það sameiginlegt að vera með dökka umgjörð og setu eða bak úr ofnum rey sem gefur hlýlegt yfirbragð. 

Háfurinn gefur rýminu skemmtilegan karakter.
Háfurinn gefur rýminu skemmtilegan karakter. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Borðstofan er afar björt og notaleg.
Borðstofan er afar björt og notaleg. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Formfagrir stólar sem gleðja augað.
Formfagrir stólar sem gleðja augað. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Gluggar og loftlistar setja punktinn yfir i-ið

Í stofunni má sjá stóran og sérlega fallegan glugga sem setur án efa svip sinn á rýmið og hleypir mikilli birtu inn. Við gluggann er svo sannkölluð plöntuparadís sem skapar notalega stemningu og passar vel inn í náttúrulega litapallettu sem flæðir í gegnum rými íbúðarinnar. 

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi, þar af rúmgóðu hjónaherbergi með útgengi á svalir. Ásett verð er 119 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kvisthagi 25

Plönturnar virðast ekki síður hrifnar af fallega glugganum sem prýðir …
Plönturnar virðast ekki síður hrifnar af fallega glugganum sem prýðir stofuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Skemmtilegar hillur í stofunni.
Skemmtilegar hillur í stofunni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is