Guðrún og Gaukur selja í Vesturbænum

Heimili | 19. febrúar 2024

Guðrún og Gaukur selja í Vesturbænum

Guðrún Olsen, framleiðandi heimildamyndarinnar Soviet Barbara, og Gaukur Úlfarsson, kvikmyndagerðamaður og leikstjóri, hafa sett íbúð sína við Vesturgötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Eignin telur 127 fm og er á fyrstu hæð í tignarlegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1930. 

Guðrún og Gaukur selja í Vesturbænum

Heimili | 19. febrúar 2024

Hjónin Guðrún Olsen og Gaukur Úlfarsson eru greinilega miklir fagurkerar!
Hjónin Guðrún Olsen og Gaukur Úlfarsson eru greinilega miklir fagurkerar! Samsett mynd

Guðrún Olsen, framleiðandi heimildamyndarinnar Soviet Barbara, og Gaukur Úlfarsson, kvikmyndagerðamaður og leikstjóri, hafa sett íbúð sína við Vesturgötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Eignin telur 127 fm og er á fyrstu hæð í tignarlegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1930. 

Guðrún Olsen, framleiðandi heimildamyndarinnar Soviet Barbara, og Gaukur Úlfarsson, kvikmyndagerðamaður og leikstjóri, hafa sett íbúð sína við Vesturgötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Eignin telur 127 fm og er á fyrstu hæð í tignarlegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1930. 

Í íbúðinni er skemmtilegt skipulag og falleg smáatriði í hverju horni sem fanga augað. Aukin lofthæð, marmaragólf og heillandi rósettur og loftlistar einkenna eignina sem hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta. 

Þrjár stofur eru í íbúðinni og rennihurð á milli þeirra, en þær eru bjartar og rúmgóðar með stórum gluggum sem setja svip sinn á rýmin. Þá má einnig sjá fallega og klassíska hönnunarmuni í íbúðinni, þar á meðal fallegt borðstofuborð og bekk frá Ethnicraft sem prýðir borðstofuna. Það var belgíski hönnuðurinn Alain Van Havre sem hannaði línuna sem kallast Bok, en hann hefur hannað fyrir merkið í yfir 20 ár. 

Falleg listaverk prýða veggi íbúðarinnar og skapa notalega stemningu.
Falleg listaverk prýða veggi íbúðarinnar og skapa notalega stemningu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Ljós og hlýleg litapalletta flæðir í gegnum rýmin.
Ljós og hlýleg litapalletta flæðir í gegnum rýmin. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Klassísk hönnun frá 1973

Í sjónvarpsstofunni má svo sjá hinn klassíska Togo-sófa úr brúnu leðri sem er ofarlega á óskalista margra fagurkera, en það var Michel Ducaroy sem hannaði sófann fyrir Ligne Roset árið 1973. 

Hlýleg ljós litapalletta flæðir í gegnum flest rými íbúðarinnar og tónar sérlega vel við marmarann á gólfunum, en þegar komið er inn í eldhúsið taka kröftugir litir við og skapa mikinn karakter. Á veggjunum má sjá dökkgrænan lit á meðan svartar og hvítar flísar prýða gólfið. 

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, en ásett verð er 96,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Vesturgata 54a

Togo-sófinn er á óskalista margra fagurkera, enda tímalaus og klassísk …
Togo-sófinn er á óskalista margra fagurkera, enda tímalaus og klassísk hönnun. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Svartar og hvítar flísar setja svip sinn á eldhúsið.
Svartar og hvítar flísar setja svip sinn á eldhúsið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is