Salka Sól og Berglind Festival mættu í tískuteiti

Hverjir voru hvar | 20. febrúar 2024

Salka Sól og Berglind Festival mættu í tískuteiti

Tískudrottningar og fagurkerar landsins sameinuðust í versluninni Andrá Reykjavík á Laugaveginum síðastliðið miðvikudagskvöld til að fagna því að danska tískumerkið Ganni væri lent í versluninni. 

Salka Sól og Berglind Festival mættu í tískuteiti

Hverjir voru hvar | 20. febrúar 2024

Það var stuð og stemning í versluninni Andrá Reykjavík á …
Það var stuð og stemning í versluninni Andrá Reykjavík á Laugaveginum í vikunni! Samsett mynd

Tískudrottningar og fagurkerar landsins sameinuðust í versluninni Andrá Reykjavík á Laugaveginum síðastliðið miðvikudagskvöld til að fagna því að danska tískumerkið Ganni væri lent í versluninni. 

Tískudrottningar og fagurkerar landsins sameinuðust í versluninni Andrá Reykjavík á Laugaveginum síðastliðið miðvikudagskvöld til að fagna því að danska tískumerkið Ganni væri lent í versluninni. 

Það vantaði ekkert upp á stemninguna í partíinu sem ljósmyndarinn Saga Sig festi á filmu, en það var engin önnur en DJ Karítas sem hélt stuðinu uppi á meðan gestir skoðuðu vörurnar frá vinsæla tískuhúsinu, en hönnun Ganni er framsækin og einkennist af leikgleði. 

Ganni var stofnað árið 2000 af Frans Truelsen í Danmörku. Vinsældir merkisins jukust verulega árið 2009 þegar Reffstrup-hjónin tóku við fyrirtækinu, en þau hafa undanfarin ár sett svip sinn á skandinavíska tísku og mótað það sem kallað er „scandi 2.0“. Hjónin leggja áherslu á sjálfbærni og umhverfismál og hafa verið í fararbroddi á því sviði.

Eftirvæntingin eftir Ganni mikil

Steinunn Björg Hrólfsdóttir og Eva Katrín Baldursdóttir, eigendur Andrár Reykjavík, eru í skýjunum eftir vel heppnað partí og segja að það fylgi því mikil gleði að geta boðið upp á fjölbreytt úrval frá tískuhúsinu. 

„Ganni hefur lengi verið í uppáhaldi hjá okkur og við höfum frá því við opnuðum viljað fá það hingað inn,“ segir Steinunn Björg.

„Merkið passar svo ótrúlega vel inn hjá okkur og er í miklu uppáhaldi hjá okkar viðskiptavinum þannig að við fundum að eftirvæntingin var mikil og kvöldið heppnaðist ótrúlega vel,“ bætir Eva Katrín við. 

Sigríður Margrét Ágústsdóttir, samfélagsmiðlastjóri Andrár Reykjavík, fagnaði komu merkisins og segir það lengi hafa verið í uppáhaldi hjá sér. „Það sem heillar mig mest við merkið er sniðin. Ganni leggur mikla áherslu á vönduð og falleg snið. Það er svo mikilvægt að flíkin passi vel og að manni líði vel í henni,“ segir hún. 

Það eru þó ekki bara tískuunnendur á Íslandi sem eru heillaðir af merkinu heldur líka stjörnur á borð við Kourtney Kardashian, Hailey Bieber, Paulina Porizkova og Offset.

Vinkonurnar í Gufuklúbbnum voru spenntar að skoða vörurnar frá Ganni.
Vinkonurnar í Gufuklúbbnum voru spenntar að skoða vörurnar frá Ganni. Ljósmynd/Saga Sig
Margrét Mist.
Margrét Mist. Ljósmynd/Saga Sig
Salka Sól, Eygló og Vigdís.
Salka Sól, Eygló og Vigdís. Ljósmynd/Saga Sig
Steinunn Björg Hrólfsdóttir, fatahönnuður og annar eigandi Andrár.
Steinunn Björg Hrólfsdóttir, fatahönnuður og annar eigandi Andrár. Ljósmynd/Saga Sig
Helga Margrét og Kolbrún.
Helga Margrét og Kolbrún. Ljósmynd/Saga Sig
Sigríður Margrét Ágústsdóttir samfélagsmiðlastjóri Andrár.
Sigríður Margrét Ágústsdóttir samfélagsmiðlastjóri Andrár. Ljósmynd/Saga Sig
Ingibjörg, Ester og Agnes.
Ingibjörg, Ester og Agnes. Ljósmynd/Saga Sig
Berglind Festival og Ellen Loftsdóttir.
Berglind Festival og Ellen Loftsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig
Eygló, Salka Sól og Vigdís.
Eygló, Salka Sól og Vigdís. Ljósmynd/Saga Sig
DJ Karítas hélt uppi stuðinu.
DJ Karítas hélt uppi stuðinu. Ljósmynd/Saga Sig
Eva Katrín Baldursdóttir annar eigandi Andrár.
Eva Katrín Baldursdóttir annar eigandi Andrár. Ljósmynd/Saga Sig
Anna Fríða, Birta Ísólfsdóttir og Rósa María.
Anna Fríða, Birta Ísólfsdóttir og Rósa María. Ljósmynd/Saga Sig
Jóhanna og Thelma fatahönnuður.
Jóhanna og Thelma fatahönnuður. Ljósmynd/Saga Sig
María Hrund klæðskeranemi og starfsmaður í Andrá.
María Hrund klæðskeranemi og starfsmaður í Andrá. Ljósmynd/Saga Sig
Sigríður Margrét samfélagsmiðlastjóri Andrár og María Hrund klæðskeranemi og starfsmaður …
Sigríður Margrét samfélagsmiðlastjóri Andrár og María Hrund klæðskeranemi og starfsmaður verslunarinnar. Ljósmynd/Saga Sig
Ingibjörg Steinunn.
Ingibjörg Steinunn. Ljósmynd/Saga Sig
Mæðgurnar Guðrún og Erna.
Mæðgurnar Guðrún og Erna. Ljósmynd/Saga Sig
Þórhildur Þorkelsdóttir og Rósa María.
Þórhildur Þorkelsdóttir og Rósa María. Ljósmynd/Saga Sig
Sissa góð vinkona Andrá stelpnanna.
Sissa góð vinkona Andrá stelpnanna. Ljósmynd/Saga Sig
Bucle-ballerínuskórnir hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu.
Bucle-ballerínuskórnir hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu. Ljósmynd/Saga Sig
Eva Katrín og Ellen Loftsdóttir.
Eva Katrín og Ellen Loftsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig
Tekla starfsmaður verslunarinnar.
Tekla starfsmaður verslunarinnar. Ljósmynd/Saga Sig
Auja Mist starfsmaður Andrá og myndlistarkona.
Auja Mist starfsmaður Andrá og myndlistarkona. Ljósmynd/Saga Sig
Hlébarðamynstrið var í miklu uppáhaldi hjá gestum.
Hlébarðamynstrið var í miklu uppáhaldi hjá gestum. Ljósmynd/Saga Sig
Tekla starfsmaður Andrá og fatahönnuður.
Tekla starfsmaður Andrá og fatahönnuður. Ljósmynd/Saga Sig
Boðið var upp á veitingar frá Önnu Mörtu og Ölgerðinni.
Boðið var upp á veitingar frá Önnu Mörtu og Ölgerðinni. Ljósmynd/Saga Sig
Eva Katrín annar eigandi Andrár.
Eva Katrín annar eigandi Andrár. Ljósmynd/Saga Sig
María Hrund starfsmaður og klæðskeranemi.
María Hrund starfsmaður og klæðskeranemi. Ljósmynd/Saga Sig
„Goodie Bags“ fyrir gesti.
„Goodie Bags“ fyrir gesti. Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is