Pétur kærasti Helga Ómars selur íbúðina

Heimili | 21. febrúar 2024

Pétur kærasti Helga Ómars selur íbúðina

Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur hefur sett afar fallega 55 fm íbúð sína við Laugaveg 40a á sölu. Pétur og kærasti hans, áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson, hafa innréttað íbúðina á afar sjarmerandi máta enda eru þeir miklir fagurkerar. 

Pétur kærasti Helga Ómars selur íbúðina

Heimili | 21. febrúar 2024

Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson eru greinilega miklir fagurkerar!
Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson eru greinilega miklir fagurkerar! Samsett mynd

Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur hefur sett afar fallega 55 fm íbúð sína við Laugaveg 40a á sölu. Pétur og kærasti hans, áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson, hafa innréttað íbúðina á afar sjarmerandi máta enda eru þeir miklir fagurkerar. 

Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur hefur sett afar fallega 55 fm íbúð sína við Laugaveg 40a á sölu. Pétur og kærasti hans, áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson, hafa innréttað íbúðina á afar sjarmerandi máta enda eru þeir miklir fagurkerar. 

Eignin er á fjórðu og efstu hæð í virðulegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1929. Pétur festi kaup á íbúðinni í september 2022 og í kjölfarið réðust þeir Helgi í heilmiklar framkvæmdir, en þeir voru duglegir að leyfa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með ferlinu. 

Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými með góðri lofthæð og fallegu útsýni. Hlýleg ljós litapalletta prýðir rýmið, en fallegur kalklitur prýðir einn af veggjum rýmisins sem skapar bæði karakter og notalega stemningu. 

Hlýlegir og mjúkir litir skapa notalega stemningu í rýminu.
Hlýlegir og mjúkir litir skapa notalega stemningu í rýminu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Í íbúðinni má sjá fallega muni frá þekktum hönnuðum.
Í íbúðinni má sjá fallega muni frá þekktum hönnuðum. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Fallegir hönnunarmunir í hverju horni

Fallegir hönnunarmunir prýða rýmið, þar á meðal má nefna Hashira-loftljósið sem Norm Architects hönnuðu fyrir Audo Copenagen, Tasca-stólinn sem Pedro Sottomayor hannaði árið 2019 fyrir Frama og Chocolate-einingasófa frá Ndesign. 

Eldhúsið er bjart með aukinni lofthæð og stórum gluggum, en þar má sjá stílhreina innréttingu með glæsilegri marmaraplötu sem gefur rýminu án efa lúxus yfirbragð. Frá eldhúsinu er útgengt á 9 fm þaksvalir til suðurs með flottu útsýni yfir borgina. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Laugavegur 40a

Frá íbúðinni er fallegt útsýni yfir borgina, m.a. yfir Hallgrímskrikju.
Frá íbúðinni er fallegt útsýni yfir borgina, m.a. yfir Hallgrímskrikju. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Í eldhúsinu er glæsileg marmaraplata sem setur svip sinn á …
Í eldhúsinu er glæsileg marmaraplata sem setur svip sinn á rýmið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is