Stílhreint endaraðhús á Álftanesi

Heimili | 25. febrúar 2024

Stílhreint endaraðhús á Álftanesi

Við Birkiholt á Álftanesi er til sölu 181 fm endaraðhús sem reist var árið 2004. Eignin er á tveimur hæðum og státar af góðum garði með timburverönd á neðri hæð og tvennum svölum á efri hæð.

Stílhreint endaraðhús á Álftanesi

Heimili | 25. febrúar 2024

Ásett verð er 125.000.000 kr.
Ásett verð er 125.000.000 kr. Samsett mynd

Við Birkiholt á Álftanesi er til sölu 181 fm endaraðhús sem reist var árið 2004. Eignin er á tveimur hæðum og státar af góðum garði með timburverönd á neðri hæð og tvennum svölum á efri hæð.

Við Birkiholt á Álftanesi er til sölu 181 fm endaraðhús sem reist var árið 2004. Eignin er á tveimur hæðum og státar af góðum garði með timburverönd á neðri hæð og tvennum svölum á efri hæð.

Náttúruleg litapalletta og efniviður flæðir í gegnum húsið og skapa notalega stemningu, en eignin hefur verið innréttuð á afar stílhreinan máta þar sem engu er ofaukið og hver hlutur fær að njóta sín.

Á neðri hæð hússins eru eldhús, borðstofa og stofa samliggjandi í björtu alrými. Stórir gluggar prýða rýmið og hleypa mikilli birtu inn, en þaðan er útgengt á flotta timburverönd úr lerki sem snýr í suðvestur.

Eldhúsið er bjart með stílhreinni hvítri innréttingu.
Eldhúsið er bjart með stílhreinni hvítri innréttingu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Í stofunni er stór gluggi sem hleypir mikilli birtu inn, …
Í stofunni er stór gluggi sem hleypir mikilli birtu inn, en þaðan er útgengt á góða tumburverönd. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Skandinavísk hönnun skapar notalega stemningu

Fallegir hönnunarmunir og listaverk gefa eigninni skandinavískt yfirbragð, en á heimilinu er mikið af dönskum hönnunarmunum og fallegum listaverkum, þar á meðal er verk eftir myndlistarmanninn Leif Ými Eyjólfsson sem gefur rýminu skemmtilegan karakter. Í stofunni má sjá stílhreinan hönnunarsófa frá danska merkinu Hay ásamt formfögrum lampa frá Ferm Living og skemmtilegum hillueiningum frá String.

Skemmtilegt skipulag er á húsinu, en þegar gengið er upp á efri hæðina blasir við gott sjónvarpshol með útgengi á suðvestursvalir. Á hæðinni má einnig finna tvö barnaherbergi og rúmgott hjónaherbergi með góðu skápaplássi. Þar er einnig bjart og stílhreint baðherbergi með marmaraflísum og baðkeri frá Philippe Starck.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Birkiholt 7

Fallegir hönnunarmundir og listaverk prýða eignina.
Fallegir hönnunarmundir og listaverk prýða eignina. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Á efri hæðinni er notalegt sjónvarpshol.
Á efri hæðinni er notalegt sjónvarpshol. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is