Íslensk sumarhús sem kosta yfir 100 milljónir

Heimili | 3. mars 2024

Íslensk sumarhús sem kosta yfir 100 milljónir

Á fasteignavef mbl.is er fjölbreytt úrval af sumarhúsum til sölu um allt land. Húsin eru í öllum stærðum og gerðum, allt frá því að vera lítil krútthús yfir í gríðarstórar lúxusvillur, og kosta frá 3,5 milljónum og upp í 139 milljónir.

Íslensk sumarhús sem kosta yfir 100 milljónir

Heimili | 3. mars 2024

Þetta er sannkallaður lúxuslisti!
Þetta er sannkallaður lúxuslisti! Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is er fjölbreytt úrval af sumarhúsum til sölu um allt land. Húsin eru í öllum stærðum og gerðum, allt frá því að vera lítil krútthús yfir í gríðarstórar lúxusvillur, og kosta frá 3,5 milljónum og upp í 139 milljónir.

Á fasteignavef mbl.is er fjölbreytt úrval af sumarhúsum til sölu um allt land. Húsin eru í öllum stærðum og gerðum, allt frá því að vera lítil krútthús yfir í gríðarstórar lúxusvillur, og kosta frá 3,5 milljónum og upp í 139 milljónir.

Smartland tók saman lista yfir sumarhús sem kosta yfir 100 milljónir, en þau eiga það öll sameiginlegt að vera af glæsilegri gerðinni.

Höfðabyggð – 139.000.000 kr. 

Í Lundaskógi í Fnjóskadal er til sölu glæsilegt 138 fm sumarhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2022. Húsið er fallega hannað bæði að innan og utan, en Valbjörn Vilhjálmsson er hönnuður hússins á meðan Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður, eða Sæja eins og hún er jafnan kölluð, sá um hönnunina að innan. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Höfðabyggð

Húsið er einkar fallega hannað og ekki skemmir umhverfið fyrir!
Húsið er einkar fallega hannað og ekki skemmir umhverfið fyrir! Samsett mynd

Torfastaðakot 17 – 130.000.000 kr. 

Í landi Torfastaða í Bláskógabyggð er til sölu flottur 147 fm sumarhús á einni hæð sem reist var árið 2022. Góð lofthæð og stórir gluggar gefa eigninni sjarmerandi yfirbragð, en við húsið er 130 fm sólpallur sem snýr í suður með heitum potti sem rúmar allt að átta manns. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Torfastaðakot 17

Við húsið er bæði saunaklefi og heitur pottur.
Við húsið er bæði saunaklefi og heitur pottur. Samsett mynd

Víðibrekka 21 – 129.000.000 kr.

Við Víðibrekku í Grímsnesi er til sölu sjarmerandi 174 fm sumarhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2008. Umhverfis húsið er stór pallur sem var stækkaður árið 2020, en þar má finna nýlegan heitan pott og saunu með glæsilegu útsýni.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Víðibrekka 21

Húsið stendur á fallegri 7.730 fm eignarlóð.
Húsið stendur á fallegri 7.730 fm eignarlóð. Samsett mynd

Birkihlíð 5 – 128.000.000 kr.

Við Birkihlíð í Hvalfjarðarsveit er til sölu stílhreint 150 fm sumarhús á einni hæð sem reist var árið 2023. Húsið er innflutt frá Litháen og státar af mikilli lofthæð og gólfsíðum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Birkihlíð 5

Frá borðstofu er útgengt á 189 fm viðarverönd um stóra …
Frá borðstofu er útgengt á 189 fm viðarverönd um stóra rennihurð. Samsett mynd

Indriðastaðahlíð 168 – 115.000.000 kr. 

Við Indriðastaðahlíð í Skorradal er til sölu tignarlegt 197 fm sumarhús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2010. Húsið stendur hátt í hlíðinni og státar af fallegu útsýni um Skorradal, til Snæfellsjökuls, upp í Skarðsheiðina og að Skessuhorni.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Indriðastaðahlíð 168

Á neðri hæð sumarhússins er meðal annars bílskúr sem hentar …
Á neðri hæð sumarhússins er meðal annars bílskúr sem hentar vel sem golfbílageymsla. Samsett mynd
mbl.is