Handtóku fjóra grunaða um undirbúning árása

Rússland | 14. mars 2024

Handtóku fjóra grunaða um undirbúning árása

Yfirvöld í Rússlandi hafa handtekið fjóra sem grunaðir eru um skipulagningu árása á rússneskt yfirráðasvæði.

Handtóku fjóra grunaða um undirbúning árása

Rússland | 14. mars 2024

Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að eitra fyrir rússneskum hermönnum …
Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að eitra fyrir rússneskum hermönnum og gera úttekt á mikilvægum innviðum í Pétursborg. AFP/Olga Maltseva

Yfirvöld í Rússlandi hafa handtekið fjóra sem grunaðir eru um skipulagningu árása á rússneskt yfirráðasvæði.

Yfirvöld í Rússlandi hafa handtekið fjóra sem grunaðir eru um skipulagningu árása á rússneskt yfirráðasvæði.

Fjórmenningarnir, sem eru sagðir tilheyra hópi sem er hliðhollur Úkraínu, voru handteknir í Pétursborg, að því er fram kom í yfirlýsingu rússnesku leyniþjónustunnar (FSB).

Þar segir m.a. að mennirnir hafi ætlað að eitra matvæli sem átti að senda til rússnesku hermannanna í Úkraínu.

Þá eru þeir einnig sagðir hafa ætlað að gera úttekt á mikilvægum innviðum og samgöngum í Pétursborg og Leníngrad-héraði í tengslum við skipulagningu árása.

mbl.is