Reiðubúnir að beita kjarnorkuvopnum

Úkraína | 13. mars 2024

Reiðubúnir að beita kjarnorkuvopnum

Aðra nóttina í röð gerðu Úkraínumenn harðar loftárásir á Rússa og segir Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að árásir Úkraínumanna séu gerðar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar.

Reiðubúnir að beita kjarnorkuvopnum

Úkraína | 13. mars 2024

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP/Sergei Guneyev

Aðra nóttina í röð gerðu Úkraínumenn harðar loftárásir á Rússa og segir Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að árásir Úkraínumanna séu gerðar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar.

Aðra nóttina í röð gerðu Úkraínumenn harðar loftárásir á Rússa og segir Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að árásir Úkraínumanna séu gerðar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar.

Hann segir Rússa reiðubúna að beita kjarnorkuvopnum ef fullveldi landsins verði ógnað. Hingað til hafi þó engin þörf verið á því.

Að sögn rússneska varnarmálaráðuneytisins voru 58 úkraínskir drónar skotnir niður í nótt en einn þeirra hæfði stóra olíuhreinsunarstöð í Ryazan-héraði. Þar blossaði upp eldur og fjöldi manna slasaðist.

„Ég efast ekki um að meginmarkmiðið með þessum árásum sé að trufla forsetakosningarnar í Rússlandi,“ hefur Ria-Novosti fréttastofan og Rossia 1 sjónvarpsstöðin eftir Pútín.

Pútín hefur gegnt forsetaembættinu frá aldamótum og ljóst er að hann mun gegna embættinu næstu sex árin í það minnsta.

Senda hermenn að finnsku landamærunum

Pútín segir einnig að Rússar muni senda hermenn og hergögn að finnsku landamærunum eftir að Finnar gengu í NATO en hann segir að innganga Finna og Svía í NATO sé tilgangslaust skref.

Þá segir Rússlandsforsetinn að Rússar séu reiðubúnir að beita kjarnorkuvopnum verði fullveldi landsins ógnað.

„Frá hernaðartæknilegu sjónarhorni erum við auðvitað tilbúin,“ segir Pútín þegar hann er spurður hvort Rússland sé raunverulega tilbúið í kjarnorkustríð.

Uppfært:

mbl.is