Krotaði á kjörseðilinn og dæmd í fangelsi

Rússland | 20. mars 2024

Krotaði á kjörseðilinn og dæmd í fangelsi

Rússnesk kona hefur verið dæmd í átta daga fangelsi og er gert að greiða tæplega 60 þúsund króna sekt fyrir að hafa skrifað á kjörseðilinn sinn í forsetakosningum Rússlands „nei við stríði“. 

Krotaði á kjörseðilinn og dæmd í fangelsi

Rússland | 20. mars 2024

Konan mun sæta fangelsisvist í átta daga fyrir að krota …
Konan mun sæta fangelsisvist í átta daga fyrir að krota á kjörseðil. AFP/Olga Maltseva

Rússnesk kona hefur verið dæmd í átta daga fangelsi og er gert að greiða tæplega 60 þúsund króna sekt fyrir að hafa skrifað á kjörseðilinn sinn í forsetakosningum Rússlands „nei við stríði“. 

Rússnesk kona hefur verið dæmd í átta daga fangelsi og er gert að greiða tæplega 60 þúsund króna sekt fyrir að hafa skrifað á kjörseðilinn sinn í forsetakosningum Rússlands „nei við stríði“. 

Héraðsdómur í St. Pét­urs­borg kvað upp dóm í dag og sagði konuna, Alexandra Chiryatyeva, hafa gerst seka um að hafa raskað almannareglu og svert rússneska herinn.

Kosningarnar fordæmdar af vestrænum ríkjum

„Chiryatyeva tók kjörseðil og skrifaði með rauðum penna „nei við stríði“ aftan á hann áður en hún setti hann í kjörkassann,“ sagði dómstóllinn.

„Með þessum hætti skemmdi Chiryatyeva ríkiseign og sverti rússneska herinn.“

Vestræn ríki hafa mörg hver fordæmt kosningarnar í Rússlandi og sagt þær hafa verið ólýðræðislegar. Sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um hlaut Vladimír Pútín 87 pró­sent at­kvæða. Sig­ur­inn er sá stærsti til þessa í land­inu.

mbl.is