Kusu aftur gegn afhendingu flugskeyta

Úkraína | 14. mars 2024

Kusu aftur gegn afhendingu flugskeyta

Þýska þingið kaus í dag aftur gegn því að senda Taurus-flugskeyti til Úkraínuhers. Umræðan hefur berskjaldað sundrungu innan þýska ríkisstjórnarsamstarfsins eftir upplýsingaleka innan þýska hersins.

Kusu aftur gegn afhendingu flugskeyta

Úkraína | 14. mars 2024

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur áhyggjur af því að afhending …
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur áhyggjur af því að afhending flugskeytanna gæti dregið landið inn í Úkraínustríðið. AFP

Þýska þingið kaus í dag aftur gegn því að senda Taurus-flugskeyti til Úkraínuhers. Umræðan hefur berskjaldað sundrungu innan þýska ríkisstjórnarsamstarfsins eftir upplýsingaleka innan þýska hersins.

Þýska þingið kaus í dag aftur gegn því að senda Taurus-flugskeyti til Úkraínuhers. Umræðan hefur berskjaldað sundrungu innan þýska ríkisstjórnarsamstarfsins eftir upplýsingaleka innan þýska hersins.

Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine greinir frá. Úkraínu­menn hafa þrýst á Þjóðverja und­an­farið að senda þeim lang­dræg Taur­us-flug­skeyti sem hafa allt að 500 kíló­metra drægi.

Olaf Scholz kansl­ari hef­ur haldið aft­ur af af­hend­ingu flug­skeyt­anna af ótta við að hún dragi Þýska­land inn í stríðið.

Upp­taka af sam­tali þýskra her­for­ingja – að því er talið er – birtist á rúss­nesk­um sam­fé­lags­miðlum á dögunum og mátti ekki heyra bet­ur en að lagt væri á ráðin um flugskeytaárás á Rúss­land eða rúss­nesk­an herafla í Úkraínu.

Óeining opinberuð

Að ósk stjórnarandstöðuflokkanna CDU og CSU tók þýska þingið upp aftur umræðu um sendingu flugskeytanna í dag. En meirihluti þingmanna úr flokkunum SPD, Græningjum og FDP kusu gegn tillögu stjórnarandstöðunnar.

Ýmsir ráðamenn, þar á meðal þingmenn úr Græningjaflokknum og FDP, sem eru í ríkisstjórn, hafa talað fyrir sendingu flugskeytanna. Þá hefur Annalena Baerbock, utanríkisráðherra úr röðum Græningja, talað fyrir því en hún tjáði sig samt ekki á þinginu.

690 þingmenn kusu. 495 greiddu atkvæði gegn tillögunni en 190 með henni.

mbl.is