Sjö ára dómur fyrir gagnrýni á samfélagsmiðlum

Úkraína | 6. mars 2024

Sjö ára dómur fyrir gagnrýni á samfélagsmiðlum

Rússneskur dómstóll hefur dæmt blaðamann í sjö ára fangelsi fyrir að gagnrýna hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu í færslum á samfélagsmiðlum. 

Sjö ára dómur fyrir gagnrýni á samfélagsmiðlum

Úkraína | 6. mars 2024

Roman Ivanov sést hér standa klæddur í stuttermabol sem á …
Roman Ivanov sést hér standa klæddur í stuttermabol sem á stendur „Ekkert stríð“ AFP

Rússneskur dómstóll hefur dæmt blaðamann í sjö ára fangelsi fyrir að gagnrýna hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu í færslum á samfélagsmiðlum. 

Rússneskur dómstóll hefur dæmt blaðamann í sjö ára fangelsi fyrir að gagnrýna hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu í færslum á samfélagsmiðlum. 

Blaðamaðurinn Roman Ivanov, sem er 51 árs gamall, var fundinn sekur um að hafa dreift fölskum upplýsingum varðandi rússneska herinn og var refsað samkvæmt afar ströngum lögum rússneskra yfirvalda um ritskoðun á málefnum sem varða herinn. 

Þarlend stjórnvöld hafa áður beitt lögum sem þessum til að kæfa niður þá gagnrýni og andstöðu sem hefur komið fram varðandi stríðsreksturinn í Úkraínu. 

„Friður og frelsi“ hrópaði Ivanov þegar hann yfirgaf réttarsalinn eftir að dómurinn lá fyrir. 

Alla Ivanova, móðir blaðamannsins, var miður sín eftir að dómurinn …
Alla Ivanova, móðir blaðamannsins, var miður sín eftir að dómurinn var kveðinn upp. AFP

„Við stöndum með  þér. Þú ert ekki einn,“ kölluðu stuðningsmen hans og klöppuðu að því er fréttamenn AFP-fréttaveitunnar greina frá, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 

Í færslum sem Ivanov birti á samfélagsmiðlunum Telegram og VKontake árið 2022 kom fram gagnrýni á hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og þær aðgerðir sem Rússar stóðu fyrir í úkraínsku borginni Bucha.

Blaðamennska ekki lengur til í Rússlandi

Hann var handtekinn í fyrra og lýsti yfir sakleysi. 

Hann hann hafði áður sagt við réttarhöldin að blaðamennska væri ekki lengur til í Rússlandi. 

„Við verðum að spyrja okkur að því hvers vegna við erum að sá þjáningu og óhamingju í kringum okkur, hvers vegna landið okkar hefur breyst í snjóflóð þjáninga og óhamingju,“ sagði hann jafnframt. 

Ivanov vann í mörg ár fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Árið 2021 var hann rekinn eftir að hafa fjallað um meinta spillingu, kosningasvik og vistfræðileg vandamál í bænum Korolyov, sem er norður af Moskvu. 

mbl.is