Fær sekt og varaður við fangelsisrefsingu

Fær sekt og varaður við fangelsisrefsingu

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna og nú­ver­andi for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana, var í dag sektaður um níu þúsund bandaríkjadali, eða um eina milljón íslenskra króna að núvirði, fyrir að brjóta gegn banni sem dómari málsins hafði sett honum.

Fær sekt og varaður við fangelsisrefsingu

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 30. apríl 2024

Réttarhöld fara nú fram í máli gegn Trump í tengslum …
Réttarhöld fara nú fram í máli gegn Trump í tengslum við múturgreiðslur til klám­mynda­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels til að koma í veg fyrir að hún myndi tjá sig um samskipti þeirra. AFP/Yuki Iwamura

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna og nú­ver­andi for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana, var í dag sektaður um níu þúsund bandaríkjadali, eða um eina milljón íslenskra króna að núvirði, fyrir að brjóta gegn banni sem dómari málsins hafði sett honum.

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna og nú­ver­andi for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana, var í dag sektaður um níu þúsund bandaríkjadali, eða um eina milljón íslenskra króna að núvirði, fyrir að brjóta gegn banni sem dómari málsins hafði sett honum.

Auk þess að sekta Trump varaði Juan Merchan, dómari málsins, Trump við því að frekari brot gætu leitt til fangelsisvistar. 

Varar við fangelsisrefsingu

Um er að ræða brot við banni sem þekkist í bandarísku réttarfari sem gag order. Hafði Mechan upphaflega bannað Trump að ráðast opinberlega gegn vitnum, kviðdómendum, eða starfsmönnum réttarins og ættingjum þeirra. 

Þrátt fyrir það réðst Trump gegn dóttur Mechan á netinu í alls níu færslum.

Var hann sektaður um þúsund bandaríkjadollara fyrir hverja færslu, eða hvert tiltekið brot á bannreglunni, auk þess sem honum var gert að fjarlægja sjö móðgandi færslur af Truth Social-reikningnum sínum og tvær af herferðarvef sínum fyrir forsetakosningarnar. 

„Ákærði er hér með varaður við því að dómstóllinn mun ekki þola áframhaldandi vísvitandi brot á löglegum fyrirmælum sínum og að ef nauðsyn krefur, og viðeigandi þykir miðað við aðstæður, mun hann [dómstóllinn] beita fangelsisrefsingu,“ sagði Merchan. 

mbl.is