Aron selur 134 milljóna lúxusíbúð

Heimili | 3. maí 2024

Aron selur 134 milljóna lúxusíbúð

Handboltastjarnan Aron Pálmarsson hefur sett lúxusíbúð við Reykjastræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er skráð á félag Arons, AP24 ehf. Íbúðin er 101 fm að stærð og var húsið sjálft, sem íbúðin er í, reist 2019. 

Aron selur 134 milljóna lúxusíbúð

Heimili | 3. maí 2024

Aron Pálmason handboltastjarna hefur sett glæsiíbúð á sölu.
Aron Pálmason handboltastjarna hefur sett glæsiíbúð á sölu. mbl.is/María Matthíasdóttir

Handboltastjarnan Aron Pálmarsson hefur sett lúxusíbúð við Reykjastræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er skráð á félag Arons, AP24 ehf. Íbúðin er 101 fm að stærð og var húsið sjálft, sem íbúðin er í, reist 2019. 

Handboltastjarnan Aron Pálmarsson hefur sett lúxusíbúð við Reykjastræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er skráð á félag Arons, AP24 ehf. Íbúðin er 101 fm að stærð og var húsið sjálft, sem íbúðin er í, reist 2019. 

Félag Arons festi kaup á íbúðinni 5. september 2022 og greiddi það 105.000.000 kr. fyrir íbúðina. Íbúðaverð hefur hækkað síðan 2022 og er ásett verð 134.500.000 kr. 

Í íbúðinni eru ítalskar innréttingar sem voru allar sérsmíðaðar inn í íbúðina. Innréttingarnar eru úr amerískri hnotu og og með háglansandi steini á borðplötum og á milli skápa. 

Tekið er fram að hægt sé að kaupa öll húsgögnin með íbúðinni ef vilji er fyrir því. Í stofunni er grár tausófi og er stór motta í ljósum fyrir framan hann. Þar er líka hringlaga eldhúsborð sem passar ágætlega inn í íbúðina og vandaðir stólar við. Fyrir ofan borðið er hangandi ljós úr brassi með stórum glerkúplum. 

Aron hefur staðið í ýmsum fasteignaviðskiptum síðustu mánuði því síðasta haust keypti hann fjölskylduvænt raðhús í Hafnarfirði. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Reykjastræti 7

mbl.is