Panamaskurðurinn formlega afhentur

Mireya Moscoso forseti Panama stendur á milli Jóhanns Karls Spánarkonungs …
Mireya Moscoso forseti Panama stendur á milli Jóhanns Karls Spánarkonungs og Jimmys Carters fyrrum Bandaríkjaforseta. AP

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, skrifaði í dag undir skjal þar sem Bandaríkin afhenda Panama formlega Panamaskurðinn en Bandaríkin grófu þennan skipaskurð á fyrri hluta þessarar aldar og hafa rekið hann síðan. Um 14 þúsund skip fara árlega um skurðinn og þau greiða um 540 milljónir dollara fyrir.

Panama fær nú yfirráð yfir skurðinum, sem er 80 km langur, og 1.426 ferkílómetra landsvæði beggja vegna skurðarins í samræmi við samning sem leiðtogar landanna tveggja skrifuðu undir árið 1977. Það voru Carter og Omar Torrijos hershöfðingi. Spánarkonungur var viðstaddur athöfnina auk forseta margra ríkja í Suður- og Mið-Ameríku. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hætti hins vegar við þátttöku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert