Geimkjúklingar líta dagsins ljós

Þrír kjúklingar hafa klakist úr eggjum, sem fóru 108 hringi í kringum jörðina í ómannaða geimfarinu Shenzhou III. Kínverjar sendu eggin í vikuferð út í geiminn til að kanna áhrif þess á eggin og reyna gæði geimfarsins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

mbl.is