Eldur kviknaði í veitingastað McDonalds í Pakistan

Eldur kviknaði í veitingastað McDonalds miðbæ Faisalabad í Pakistan í morgun. Miklar skemmdir urðu á veitingastaðnum í eldinum sem kom upp þegar hann var lokaður. Lögreglan segir að líklega hafi kviknað út frá rafmagni og segir engar vísbendingar um að eldurinn hafi kviknaði af mannavöldum.

Íslamskir ófriðarseggir hafa oft reynt að eyðileggja bandaríska veitingastaði í landinu. Fulltrúar McDonalds keðjunnar eru væntanlegir til Pakistan á morgun til að rannsaka upptök eldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert