Síamstvíburar í heiminn í Indónesíu

Tvíburarnir eru drengir sem eru samfastir á maga.
Tvíburarnir eru drengir sem eru samfastir á maga. AP

Síamstvíburar komu í heiminn í borginni Javanese í Indónesíu á laugardaginn. Tvíburarnir eru drengir sem eru samfastir á maga. Að sögn Novi Resistanti, læknis sem tók á móti þeim, heilsast þeim vel. Læknar telja að það verði að aðskilja tvíburana eins fljótt og auðið er. Þeir eru með aðskilin hjörtu, en ekki er ljóst hvort þeir deila öðrum lífsnauðsynlegum líffærum.

mbl.is