Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar til neyðarfundar

Frá Tavistock Square í London í morgun.
Frá Tavistock Square í London í morgun. AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfundar síðar í dag þar sem búist er við því að ráðið fordæmi árásirnar í London í morgun. Adamantios Vassilakis, sendiherra Grikklands hjá Sameinuðu þjóðunum og forseti öryggisráðsins í júlí, fór fram á að fundurinn yrði haldinn fljótlega eftir að sprengjurnar sprungu í morgun. Svipaðir fundir voru haldnir hjá öryggisráðinu, bæði eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 og sprengingarnar í Madrid 11. mars 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert