Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hækkað á Ítalíu

Ítölsk yfirvöld hækkuðu í dag viðbúnaðarstig vegna hugsanlegra hryðjuverka í landinu og hertu öryggisráðstafanir eftir að 33 menn létu lífið í árásum í Lundúnum í morgun og fjölmargir slösuðust. Giuseppe Pisanu tilkynnti efri deild ítalska þingsins þetta.

„Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað á Ítalíu sem og í öðrum Evrópuríkjum,“ sagði Pisanu í ávarpi á þinginu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert