Ekki búið að bera kennsl á lík þeirra sem fórust í árásum í Lundúnum

Lögreglumenn fyrir utan King's Cross lestarstöðina í Lundúnum í dag.
Lögreglumenn fyrir utan King's Cross lestarstöðina í Lundúnum í dag. AP

Ekki hafa verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í sprengjuárásunum í Lundúnum í fyrradag, en meira en 50 manns létust í þeim. Jim Dickie, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Lundúnalögreglunni skýrði frá þessu í dag. „Við höfum enn ekki fengið gögn sem orðið geta til þess að bera kennsl á nokkurt fórnarlambanna,“ sagði hann á blaðamannafundi.

Dickie sagði að vegna þess hversu öflugar sprengingarnar í jarðlestunum og strætisvagninum hefðu verið væri erfitt að bera kennsl á fórnarlömb þeirra. Dickie bætti við að margir þeirra sem særðust hefðu hlotið mjög alvarleg meiðsl. „Það er margt fólk á sjúkrahúsi sem hlotið hefur mikla áverka - sumt af því hefur misst útlimi,“ sagði Dickie.

Um 700 manns særðust í sprengjutilræðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert