Frændi Menezes kom kröfu fjölskyldu sinnar til Downingstrætis 10

Alessandro Pereira, frændi Jean Charles de Menezes kemur bréfinu til …
Alessandro Pereira, frændi Jean Charles de Menezes kemur bréfinu til skila að Downingstræti 10 í dag. Reuters

Alessandro Pereira, frændi Jean Charles de Menezes, sem breska lögreglan skaut til bana fyrir mistök á Stockwell neðanjarðarlestarstöðinni fyrir mánuði síðan, kom bréfi fjölskyldu sinnar til skila til bústaðar forsætisráðherra Bretlands í Downingstrætis 10 í Lundúnum í dag. Pereira sagði fjölskylduna krefjast sannleika og réttlætis í málinu en í bréfinu kemur fram krafa um að Ian Blair, yfirmaður bresku lögreglunnar, segi af sér vegna dauða Menezes, sem var 27 ára er hann lést.

Í dag flugu tveir embættismenn á vegum ríkisstjórnar Brasilíu áleiðis til Bretlands en á miðvikudag munu þeir ræða við þá lögreglumenn Scotland Yard sem rannsakað hafa tildrög þess að Menezes var skotinn fyrir mistök. Í nýlegri skýrslu um málið var haft eftir lögreglumanni sem fylgdist með ferðum Menezes, sem var rafvirki, að hann hafi aðeins ætlað að stöðva hann en ekki skjóta. Þeir sem skutu hann sögðu hins vegar, að þegar lögreglumaðurinn fyrrnefndi hafi sagt að Menezes hafi verið grunaður um aðild að hryðjuverkum og hygðist sprengja sprengju á neðanjarðarlestarstöðinni.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segist styðja Ian Blair, yfirmann bresku lögreglunnar.

SKY

Pereira við blómvendi og bréf, sem eru við Stockwell neðanjarðarlestarstöðina …
Pereira við blómvendi og bréf, sem eru við Stockwell neðanjarðarlestarstöðina þar sem Menezes var skotinn fyrir sléttum mánuði síðan. TOBY MELVILLE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert