Borgarstjórinn í London ekki sekur um að hafa komið óorði á embættið

Livingstone á blaðamannafundi.
Livingstone á blaðamannafundi. AP
Borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, hafði í dag sigur í áfrýjunarmáli gegn aganefnd er hafði úrskurðað hann sekan um að hafa komið óorði á embættið með því að líkja blaðamanni, sem er gyðingur, við nasistafangabúðavörð. Í niðurstöðu áfrýjunarréttarins, segir dómari að borgarstjórinn ætti rétt á að „tjá skoðanir sínar eins kröftuglega og honum þykir viðeigandi“.

„Svo undarlega sem það kann að koma ýmsum fyrir sjónir á tjáningarfrelsið líka við um svívirðingar,“ sagði Andrew Collins dómari í úrskurði sínum. Hann hafði fyrir skömmu hnekkt þeirri ákvörðun aganefndarinnar að Livingstone skyldi víkja úr embætti í mánuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...