Bush varar Íraka við að þeir kunni að missa stuðning Bandaríkjamanna

George W. Bush.
George W. Bush. AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, segir í ræðu, sem hann mun flytja í nótt, að írösk stjórnvöld eigi á hættu að missa stuðning bandarísku þjóðarinnar ef þeim tekst ekki að stöðva ofbeldið í landinu. Þá sagði Bush, að ef dregið yrði úr hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna í Írak nú sé hætta á að stjórnkerfið þar hrynji og átökin dragist enn ferkar á langinn.

„Ég hef gert forsætisráðherra Íraks og öðrum leiðtogum landsins ljóst, að stuðningur Bandaríkjanna er ekki skilyrðislaus," sagði Bush í úrdrætti, sem dreift hefur verið til blaðamanna. Bush mun flytja sjónvarpsávarp sitt klukkan 2 í nótt að íslenskum tíma.

„Ef íraska ríkisstjórnin stendur ekki við loforð sín mun hún missa stuðning bandarísku þjóðarinnar - og hún mun missa stuðning írösku þjóðarinnar. Forsætisráðherrann skilur þetta," sagði Bush.

Búist er við að Bush tilkynni að hann ætli að fjölga bandarískum hermönnum í Írak um 21.500.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert