Tékkar vilja ljúka samningum um eldflaugavarnir

Mirek Topolanek
Mirek Topolanek AP

Tékkneski forsætisráðherrann, Mirek Topolanek, sagðist í dag ætla að undirrita samninga við Bandaríkjamenn um að ratsjárstöð verði sett upp í landinu. Sagði forsætisráðherrann í samtali við fréttastofuna AP að viðræður séu svo langt komnar á veg að hægt verði að undirrita samningana meðan á heimsókn hans til Bandaríkjanna stendur í næstu viku.

Tékkar og Bandaríkjamenn hafa átt í viðræðum í um ár en ratsjárstöðin er hluti af eldflaugavarnakerfi sem Bandaríkjamenn vilja koma upp í Austur-Evrópu.

Topalanek sagðist í viðtalinu ekki geta séð hvað gæti komið í veg fyrir að gengið verði frá samningum, en ítrekaði þó að ekki verði endanlega gengið frá uppsetningu stöðvanna fyrr en Pólverjar skrifi undir sinn þátt. Í Póllandi stendur til að setja upp eldflaugastöð, en þeir segjast samstarfsfúsir ef Bandaríkjamenn hjálpi Pólverjum að nútímavæða her landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert