Ísraelar halda hernaði áfram

Palestínumenn mótmæltu hernaði Ísraela á Gasasvæðinu við gömlu borgina í ...
Palestínumenn mótmæltu hernaði Ísraela á Gasasvæðinu við gömlu borgina í Jerúsalem í dag. AP

Öryggisráð ísraelsku ríkisstjórnarinnar ákvað á fundi sínum í dag að halda hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasasvæðinu áfram þrátt fyrir  að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gærkvöldi samþykkt ályktun þar sem þess var krafist að vopnahléi yrði tafarlaust lýst yfir á svæðinu.   

Fram kemur í yfirlýsingu ísraelsku stjórnarinnar að Ísraelar muni þó einnig leggja áherslu á að hjálparstarf geti farið fram meðal óbreyttra Palestínumanna á Gasasvæðinu. Þetta verði m.a. gert með því að gera reglulega nokkurra klukkutíma hlé á aðgerðum til að gera flutning matvæla og hjálpargagna mögulegan um svæðið.

Í yfirlýsingunni segir að Ísraelar muni ekki fallast á vopnahlé og ekki kalla herlið sitt heim frá Gasasvæðinu fyrr en tryggt hafi verið að komið verði í veg fyrir  vopnasmygl frá Egyptalandi til Gasasvæðisins.

Þá segir að hernaðaraðgerðum verði haldið áfram á meðan Palestínumenn geri flugskeytaárásir frá Gasasvæðinu yfir landamærin til Ísraels.  

Fyrr í dag hafnaði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé og sagði hana óframkvæmanlega. Sagði hann þá staðreynd að flugskeytaárásir hefðu verið gerðar frá Gasasvæðinu yfir landamærin til Ísraels í morgun sönnun þess. 

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, sagði einnig í morgun að Ísraelar myndu halda áfram að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni og öryggi ísraelskra borgara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...