Fordæma móttökur Líbýumanna

Talsmaður Hvíta hússins í Washington fordæmdi í dag móttöku Líbýumanna á fjöldamorðingjanum Abdelbaset Ali Mohmet al-Megrahi, sem var sakfelldur fyrir Lockerbie-sprengjuárásina. Talsmaðurinn segir að það hafi verið svívirðilegt og viðbjóðslegt hvernig al-Megrahi hafi verið fagnað sem þjóðhetju við heimkomuna.

Hann segir jafnframt að bandarísk yfirvöld fylgist gaumgæfilega með al-Megrahi, sem skosk yfirvöld slepptu úr fangelsi af mannúðarástæðum þar sem hann væri dauðvona.

„Myndirnar sem við sáum í Líbýu voru svívirðilegar og viðbjóðslegar,“ sagði Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, og vísaði til fréttamynda af því þegar mörg hundruð manns veifaði fánum og fagnaði þegar al-Megrahi lenti í Trípólí.

„Við höfum rætt við stjórnvöld í Líbýu, og við munum halda áfram að fylgjast með hvað þau muni gera næstu daga hvað varðar þennan einstakling. Og við gerum okkur grein fyrir því að myndbandið sem við sáum í gær hafi verið mjög særandi í augum þeirra sem misstu ástvini sína árið 1988.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
Nuddsæti fyrir bak,háls og rassvöðva - Stórkostleg nuddtæki fyrir bak og háls...
Stórkostleg nuddtæki sem taka djúpt á þér ... 9stk airbags , 3 mismunandi loftþ...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í mai/júní. - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfos...
 
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Tölvubíla hf ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...