EES nær ekki að fylgja Evrópusambandinu

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Norska ríkisstjórnin segir, að framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið gangi vel en sendiherra Noregs hjá Evrópusambandinu segir hins vegar að sambandið þróist hratt og Norðmönnum hafi ekki tekist að fylgja þeirri þróun nægilega vel eftir. Þetta kemur fram í norska blaðinu Aftenposten.

Blaðið vitnar í skýrslu, sem Oda Helen Sletnes, sendiherra Noregs hjá ESB, skrifaði. Þar komi fram, að ESB sé að þróast hratt en EES-samningurinn hafi ekki þróast að sama skapi. Þess vegna missi Norðmenn af stöðugt fleiri tækifærum til að gæta hagsmuna sinna á ýmsum sviðum. 

Aftenposten segir, að þegar Ísland sótti um ESB-aðild í sumar hafi Jonas Gahr  Støre, utanríkisráðherra Noregs, skrifað Carl Bildt, sænskum starfsbróður sínum bréf, þar sem fullyrt sé að framkvæmd EES-samningsins gangi vel.  En í skýrslu sendiherrans birtist önnur sýn.

Sletnes segir, að þar sem Norðmenn séu í raun arkítektar EES-samningsins beri þeim skylda til að tryggja, að samningurinn sé uppfærður í samræmi við þróunina innan ESB og skipti áfram máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
flottur furu hornskápur ódýr
er með flottan furu hornskáp á 25,000.kr sími 869-2798...
Örlygur Sigursson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...