Evrópusambandið fordæmir ummæli Ahmadinejads

Mahmoud Ahmadinejad.
Mahmoud Ahmadinejad. Reuters

Evrópusambandið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmd eru ummæli sem Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lét falla í síðustu viku en hann sagði í ræðu að helför gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni væri uppspuni.

„Forsæti Evrópusambandsins fordæmir yfirlýsingar, sem Ahmadinejad forseti lét falla á útifundi í Teheran þar sem hann ítrekaði að hann hafnaði helförinni og tilvistarrétti Ísraelsríkis," segir í yfirlýsingunni.

„Slíkar yfirlýsingar ýta undir gyðingahatur og hatur almennt. Við hvetjum leiðtoga íslamska lýðveldisins Írans að leggja með uppbyggilegum hætti sitt að mörkum til að stuðla að friði og öryggi í Miðausturlöndum.  

Ahmadinejad hefur áður viðhaft svipuð ummæli og þau hafa alltaf verið fordæmd á alþjóðavettvangi. Forseti Írans er væntanlegur til New York í vikunni þar sem hann mun ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...